Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 00:01 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins. Vísir/Bjarni Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. Eftir síðasta fund hjá ríkissáttasemjara var samninganefndum falið að vinna verkefni. Þær eiga síðan að hittast í fyrramálið klukkan 09.00 með afrakstur þeirrar vinnu. Þetta er fyrsti sáttafundur eftir að samþykkt var að ráðast í verkföll í alls níu skólum. „Við erum alltaf á þeim stað að vilja koma í veg fyrir aðgerðir. Þegar maður setur fram aðgerðir þá er maður alltaf að gera sér vonir um að þar með sé maður búinn að gera ramma sem hraðar verkinu. Þetta er flókið úrlausnarefni og ennþá töluvert á milli en ég aftur á móti held að ef við náum að setjast yfir þetta og höldum áfram að reyna að fanga þetta verkefni – þetta er nýtt verkefni að öll kennarastéttin kalli eftir kennarastéttin kalli eftir fjárfestingu í sínum störfum - að þá hef ég alla trú á þessu fólki sem situr við borðið.“ Hverjar eru kröfurnar? „Við háskólamenntaðir sérfræðingar í fræðslugeiranum þurfum að hafa sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar á almennum vinnumarkaði. Um það þarf samtalið að fara að snúast um.“ Ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð í kennarasamfélaginu. Borgarstjóri er staddur á ráðstefnu erlendis. Þess má þó geta að hann birti grein á Vísi í kvöld, en hana má finna hér. Fréttastofa hefur ekki náð tali af borgarstjóra - hann er staddur á ráðstefnu erlendis. Magnús segir ummælin þó ekki stóra málið. „Mér finnst borgarstjóri eiga að biðjast afsökunar á því að hafa talað með óvarlegum hætti, væntanlega af einhverju þekkingarleysi. Við erum alls ekki við kjarasamningsborðið að ræða ummæli borgarstjóra. Verkefnið okkar er búið að vera skýrt mjög lengi og hefur ekki tengingu við hans skoðun eða annarra.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Eftir síðasta fund hjá ríkissáttasemjara var samninganefndum falið að vinna verkefni. Þær eiga síðan að hittast í fyrramálið klukkan 09.00 með afrakstur þeirrar vinnu. Þetta er fyrsti sáttafundur eftir að samþykkt var að ráðast í verkföll í alls níu skólum. „Við erum alltaf á þeim stað að vilja koma í veg fyrir aðgerðir. Þegar maður setur fram aðgerðir þá er maður alltaf að gera sér vonir um að þar með sé maður búinn að gera ramma sem hraðar verkinu. Þetta er flókið úrlausnarefni og ennþá töluvert á milli en ég aftur á móti held að ef við náum að setjast yfir þetta og höldum áfram að reyna að fanga þetta verkefni – þetta er nýtt verkefni að öll kennarastéttin kalli eftir kennarastéttin kalli eftir fjárfestingu í sínum störfum - að þá hef ég alla trú á þessu fólki sem situr við borðið.“ Hverjar eru kröfurnar? „Við háskólamenntaðir sérfræðingar í fræðslugeiranum þurfum að hafa sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar á almennum vinnumarkaði. Um það þarf samtalið að fara að snúast um.“ Ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð í kennarasamfélaginu. Borgarstjóri er staddur á ráðstefnu erlendis. Þess má þó geta að hann birti grein á Vísi í kvöld, en hana má finna hér. Fréttastofa hefur ekki náð tali af borgarstjóra - hann er staddur á ráðstefnu erlendis. Magnús segir ummælin þó ekki stóra málið. „Mér finnst borgarstjóri eiga að biðjast afsökunar á því að hafa talað með óvarlegum hætti, væntanlega af einhverju þekkingarleysi. Við erum alls ekki við kjarasamningsborðið að ræða ummæli borgarstjóra. Verkefnið okkar er búið að vera skýrt mjög lengi og hefur ekki tengingu við hans skoðun eða annarra.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08
„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20