Kæru kennarar Einar Þorsteinsson skrifar 14. október 2024 19:51 Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. Á myndbandið vantaði byrjunina á ræðu minni þar sem ég lagði til að á næstu fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna yrðu mannauðsmál sett formlega á dagskrá. Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum. Aðgerðir undanfarinna ára Ég nefndi líka að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til þess að bæta starfsaðstæður ykkar hafa greinilega ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi er bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst af öllum Norðurlöndunum, í leikskólunum hefur fermetrum á hvert barn verið fjölgað sem og undirbúningstímum fjölgað og vinnuvikan stytt úr 40 í 36 klukkustundir. Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að. Breyttur veruleiki skólakerfisins Í tali mínu á ráðstefnu sveitarfélaganna um málefni ykkar þótti mér mikilvægt að draga þessi atriði fram því við, vinnuveitendur ykkar, þurfum að horfa á kerfið í heild þegar við bregðumst við, mótum stefnu og ráðumst í aðgerðir. Ég nefndi líka sérstaklega að við yrðum að búa þannig um skólastarfið að kennarar væru „hamingjusamir í starfi og liði vel“ og ágætt að hnykkja á því markmiði. Starf kennarans er krefjandi en það mótast líka af því skólakerfi sem við höfum byggt upp. Enginn einn ber ábyrgð á kerfinu, enda er það afsprengi stefnumótunar ríkis, sveitarfélaga og krafna frá fræða- og kennarasamfélaginu. Einhversstaðar verður umræðan að byrja Er tímabært að staldra við og skoða forsendurnar? Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara. Enn eitt, fjölgun barna með greiningar og hegðunarvandamál og samskipti við foreldra sem þeim verkefnum fylgja eykur líka klárlega álagið. Þetta þekkið þið vel. En þetta vitum við foreldrar líka. Persónulega er ég ævinlega þakklátur kennurum minna þriggja barna og veit hvernig þeir – og þið – takið utan um börn náms- og félagslega og stuðlið að farsælli og hamingjusamri æsku sem leggur grunn að allri framtíð. Mannanna verk Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á íslensku menntakerfi sem varða allt í senn skipulag, gæði og þjónustu innan kerfisins og upplýsingar um stöðu og þróun hvers nemanda og skólakerfisins í heild. Ber það fyrst að nefna innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þá eru til meðferðar frumvarp að lögum um námsgögn og frumvarp að lögum um inngildandi menntun. Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu. Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. Á myndbandið vantaði byrjunina á ræðu minni þar sem ég lagði til að á næstu fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna yrðu mannauðsmál sett formlega á dagskrá. Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum. Aðgerðir undanfarinna ára Ég nefndi líka að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til þess að bæta starfsaðstæður ykkar hafa greinilega ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi er bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst af öllum Norðurlöndunum, í leikskólunum hefur fermetrum á hvert barn verið fjölgað sem og undirbúningstímum fjölgað og vinnuvikan stytt úr 40 í 36 klukkustundir. Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að. Breyttur veruleiki skólakerfisins Í tali mínu á ráðstefnu sveitarfélaganna um málefni ykkar þótti mér mikilvægt að draga þessi atriði fram því við, vinnuveitendur ykkar, þurfum að horfa á kerfið í heild þegar við bregðumst við, mótum stefnu og ráðumst í aðgerðir. Ég nefndi líka sérstaklega að við yrðum að búa þannig um skólastarfið að kennarar væru „hamingjusamir í starfi og liði vel“ og ágætt að hnykkja á því markmiði. Starf kennarans er krefjandi en það mótast líka af því skólakerfi sem við höfum byggt upp. Enginn einn ber ábyrgð á kerfinu, enda er það afsprengi stefnumótunar ríkis, sveitarfélaga og krafna frá fræða- og kennarasamfélaginu. Einhversstaðar verður umræðan að byrja Er tímabært að staldra við og skoða forsendurnar? Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara. Enn eitt, fjölgun barna með greiningar og hegðunarvandamál og samskipti við foreldra sem þeim verkefnum fylgja eykur líka klárlega álagið. Þetta þekkið þið vel. En þetta vitum við foreldrar líka. Persónulega er ég ævinlega þakklátur kennurum minna þriggja barna og veit hvernig þeir – og þið – takið utan um börn náms- og félagslega og stuðlið að farsælli og hamingjusamri æsku sem leggur grunn að allri framtíð. Mannanna verk Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á íslensku menntakerfi sem varða allt í senn skipulag, gæði og þjónustu innan kerfisins og upplýsingar um stöðu og þróun hvers nemanda og skólakerfisins í heild. Ber það fyrst að nefna innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þá eru til meðferðar frumvarp að lögum um námsgögn og frumvarp að lögum um inngildandi menntun. Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu. Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar