„Loksins tækifæri fyrir þjóðina“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 17:02 Kristrún Frostadóttir. vísir/vilhelm „Þetta er fyrst og fremst loksins tækifæri fyrir þjóðina. Það er jákvætt að fólkið sé aftur að fá valdið í sínar hendur, þannig við erum bara einbeitt í því að bjóða upp á nýtt upphaf fyrir fólk með Samfylkingunni.“ Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum. Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum.
Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira