„Loksins tækifæri fyrir þjóðina“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 17:02 Kristrún Frostadóttir. vísir/vilhelm „Þetta er fyrst og fremst loksins tækifæri fyrir þjóðina. Það er jákvætt að fólkið sé aftur að fá valdið í sínar hendur, þannig við erum bara einbeitt í því að bjóða upp á nýtt upphaf fyrir fólk með Samfylkingunni.“ Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum. Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum.
Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira