Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 23:51 Frá skyndilegum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég les nú í þetta að ef við notum líkingu frá jarðeldunum á Reykjanesi að þá er augljóst, og það má öllum vera augljóst, að það er að safnast meira og meira fyrir í kvikuhólfið en hins vegar hvenær gýs, er ómögulegt að segja. Það er hratt landris sem mun enda með gosi.“ Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira