„Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 18:18 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira