Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. október 2024 15:33 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yfirgaf fundin um hálf sex. visir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira