Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 15:54 Teikning af forsögulegu þúsundfætlutegundinni arthropleura. Hún gat orðið allt að tveggja og hálfs metra löng og fimmtíu kíló að þyngd. AP/Mickaël Lhéritier, Jean Vannier, Alexandra Giupponi Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti tekist að endurskapa haus stærstu pöddu sem verið hefur uppi á jörðinni. Þúsundfætlan, sem gat orðið vel á þriðja metra að lengd, hefur verið þekkt lengi en fræðimenn hafa fram að þessu aðeins getað getið sér til um hvernig haus hennar leit út. Forsögulega paddan var af ætt liðdýra, þeirri sömu og krabbar og köngulær, og er sögð hafa líkst marg- og þúsundfætlum samtímans. Þær lifðu fyrir um þrjú hundruð milljónum ára þegar styrkur súrefnis í lofthjúpi jarðar var meiri en hann er nú. Sumar þeirra gátu orðið allt að tveir og hálfur metri að lengd og um fimmtíu kíló að þyngd. Steingervingarnir sem dýrin skildu eftir sig eru hauslausar skeljar frá því að dýrin höfðu hamskipti. Því hafa vísindamenn ekki haft góða mynd af því hvernig haus þeirra leit út. Nú hefur hópi þeirra tekist að endurgera hausinn með því að taka sneiðmyndir af steingervingum af smærri þúsundfætlum sömu gerðar sem fundust í kolajarðvegi í Frakklandi á níunda áratug síðustu aldar. Hausinn reyndist kringlóttur með tveimur stuttum bjöllulaga fálmurum og tveimur augum sem stóðu út eins og á krabba. Munurinn var smágerður og lagaður að því að vinna á laufum og trjáberki samkvæmt grein um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Science Advances. „Við uppgötvuðum að hún hafði búk þúsundfætlu en haus margfætlu,“ segir Mickael Lheritier, fornlíffræðingur við Claude Bernard Lyon-háskóla í Frakklandi, og einn höfunda greinarinnar. Tegundin er talin stærsta liðdýrategund í sögu jarðarinnar en ekki er þó útilokað að tegund risavaxinna sæsporðdreka hafi verið örlítið stærri, að sögn AP-fréttastofunnar. Dýr Vísindi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Forsögulega paddan var af ætt liðdýra, þeirri sömu og krabbar og köngulær, og er sögð hafa líkst marg- og þúsundfætlum samtímans. Þær lifðu fyrir um þrjú hundruð milljónum ára þegar styrkur súrefnis í lofthjúpi jarðar var meiri en hann er nú. Sumar þeirra gátu orðið allt að tveir og hálfur metri að lengd og um fimmtíu kíló að þyngd. Steingervingarnir sem dýrin skildu eftir sig eru hauslausar skeljar frá því að dýrin höfðu hamskipti. Því hafa vísindamenn ekki haft góða mynd af því hvernig haus þeirra leit út. Nú hefur hópi þeirra tekist að endurgera hausinn með því að taka sneiðmyndir af steingervingum af smærri þúsundfætlum sömu gerðar sem fundust í kolajarðvegi í Frakklandi á níunda áratug síðustu aldar. Hausinn reyndist kringlóttur með tveimur stuttum bjöllulaga fálmurum og tveimur augum sem stóðu út eins og á krabba. Munurinn var smágerður og lagaður að því að vinna á laufum og trjáberki samkvæmt grein um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Science Advances. „Við uppgötvuðum að hún hafði búk þúsundfætlu en haus margfætlu,“ segir Mickael Lheritier, fornlíffræðingur við Claude Bernard Lyon-háskóla í Frakklandi, og einn höfunda greinarinnar. Tegundin er talin stærsta liðdýrategund í sögu jarðarinnar en ekki er þó útilokað að tegund risavaxinna sæsporðdreka hafi verið örlítið stærri, að sögn AP-fréttastofunnar.
Dýr Vísindi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira