Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2024 15:48 Tómlegt verður í Laugardalslaug á meðan bilunin er í gangi. vísir/vilhelm Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Laugardalslaugar. Þar segir: „Lokað er í öllum sundlaugum Reykjavíkur vegna bilunar á Nesjavöllum. Við látum vita þegar skýrist betur hvenær hægt er að opna á ný.“ Fólk er í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur hvatt til að fara sparlega með heita vatnið vegna bilunar. „Bilun varð í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun sem orsakaði skerta framleiðslu á heitu vatni. Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðja Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur,“ segir í tilkynningunni. „Það sem við eigum við þegar við hvetjum fólk til þess að fara sparlega með vatnið er ekki að fólk sleppi því að fara í sturtu. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk reyni að halda varmanum inni í húsum sínum og sé ekki með glugga opna að óþörfu eða láti renna í pottinn á meðan á viðgerðinni stendur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna. Þá hafi Veitur einnig haft samband við sína stærstu viðskiptavini sem eru á skerðanlegum töxtum og biðlað til þeirra að lágmarka heitavatnsnotkun eins og unnt er. Þetta séu þeir viðskiptavinir sem kaupi heitt vatn á afslætti gegn því að þegar ástand líkt og hér um ræðir skapist, hafi Veitur heimild til skerðinga. „Við erum að reka tvær hitaveitur á höfuðborgarsvæðinu og það er hlutverk okkar að gera allt sem við getum til þess að halda þeim í jafnvægi. Að biðla til fólks um að minnka notkun og halda hitanum inni er liður í því að tryggja þetta jafnvægi.“ Frekari upplýsingar verði gefnar út þegar þær liggja fyrir. Uppfært klukkan 16:00 Tilkynning frá Reykjavíkurborg: Vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku Náttúrunnar er nú skert flæði á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins. Vegna þessa hefur Reykjavíkurborg lokað öllum sínum átta sundlaugum og óljóst er hvenær hægt verður að opna þær aftur. Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna í Nesjavallavirkjun eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðja Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur. Veitur höfðu samband við sína stærstu viðskiptavini með ósk um að heitavatnsnotkun yrði lágmörkuð eins mikið og hægt er til setja heimili og viðkvæma starfsemi í forgang. Reykjavíkurborg hefur orðið við þeirri beiðni og hefur sundlaugum því verið lokað og gervigrasvellir stilltir á lægstu stillingu. Uppfært klukkan 20:41 Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tilkynntu líka um lokun sundlauga og því var fyrirsögn og frétt breytt í samræmi við það. Sundlaugar Reykjavík Vatn Orkumál Tengdar fréttir Bilun gæti valdið heitavatnsleysi víðar Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu. 9. október 2024 12:44 Heitavatnslaust víða í Vesturbænum Heitavatnslaust verður í stórum hluta Vesturbæjar Reykjavíkur sunnan Hringbrautar milli klukkan 08 og 16 í dag. 9. október 2024 07:29 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Laugardalslaugar. Þar segir: „Lokað er í öllum sundlaugum Reykjavíkur vegna bilunar á Nesjavöllum. Við látum vita þegar skýrist betur hvenær hægt er að opna á ný.“ Fólk er í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur hvatt til að fara sparlega með heita vatnið vegna bilunar. „Bilun varð í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun sem orsakaði skerta framleiðslu á heitu vatni. Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðja Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur,“ segir í tilkynningunni. „Það sem við eigum við þegar við hvetjum fólk til þess að fara sparlega með vatnið er ekki að fólk sleppi því að fara í sturtu. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk reyni að halda varmanum inni í húsum sínum og sé ekki með glugga opna að óþörfu eða láti renna í pottinn á meðan á viðgerðinni stendur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna. Þá hafi Veitur einnig haft samband við sína stærstu viðskiptavini sem eru á skerðanlegum töxtum og biðlað til þeirra að lágmarka heitavatnsnotkun eins og unnt er. Þetta séu þeir viðskiptavinir sem kaupi heitt vatn á afslætti gegn því að þegar ástand líkt og hér um ræðir skapist, hafi Veitur heimild til skerðinga. „Við erum að reka tvær hitaveitur á höfuðborgarsvæðinu og það er hlutverk okkar að gera allt sem við getum til þess að halda þeim í jafnvægi. Að biðla til fólks um að minnka notkun og halda hitanum inni er liður í því að tryggja þetta jafnvægi.“ Frekari upplýsingar verði gefnar út þegar þær liggja fyrir. Uppfært klukkan 16:00 Tilkynning frá Reykjavíkurborg: Vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku Náttúrunnar er nú skert flæði á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins. Vegna þessa hefur Reykjavíkurborg lokað öllum sínum átta sundlaugum og óljóst er hvenær hægt verður að opna þær aftur. Hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna í Nesjavallavirkjun eru komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. Vegna þessa biðja Veitur sem dreifa vatninu til íbúa á höfuðborgarsvæðinu, fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur. Veitur höfðu samband við sína stærstu viðskiptavini með ósk um að heitavatnsnotkun yrði lágmörkuð eins mikið og hægt er til setja heimili og viðkvæma starfsemi í forgang. Reykjavíkurborg hefur orðið við þeirri beiðni og hefur sundlaugum því verið lokað og gervigrasvellir stilltir á lægstu stillingu. Uppfært klukkan 20:41 Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu tilkynntu líka um lokun sundlauga og því var fyrirsögn og frétt breytt í samræmi við það.
Sundlaugar Reykjavík Vatn Orkumál Tengdar fréttir Bilun gæti valdið heitavatnsleysi víðar Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu. 9. október 2024 12:44 Heitavatnslaust víða í Vesturbænum Heitavatnslaust verður í stórum hluta Vesturbæjar Reykjavíkur sunnan Hringbrautar milli klukkan 08 og 16 í dag. 9. október 2024 07:29 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Bilun gæti valdið heitavatnsleysi víðar Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu. 9. október 2024 12:44
Heitavatnslaust víða í Vesturbænum Heitavatnslaust verður í stórum hluta Vesturbæjar Reykjavíkur sunnan Hringbrautar milli klukkan 08 og 16 í dag. 9. október 2024 07:29