Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2024 13:37 Ferðamenn á snæðingi á Þingvöllum. Vísir/vilhelm Ferðamaður tók vel í beiðni pars um að hann tæki af þeim paramynd á Þingvöllum í morgun. Þegar myndatökunni var lokið og parið á bak og burt áttaði ferðamaðurinn sig á því að hann var kortaveskinu fátækari. Gylfi Þór Þórisson er leiðsögumaður með fulla rútu af ferðafólki á flakki um vinsælustu ferðamannastaði Suðvesturlandsins í dag. Hann lét kollega sína vita af vasaþjófunum með færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. „Þetta er óþægilegt fyrir alla. Skaðinn er ekki stór því það var bara eitt kort í veskinu og búið að loka því,“ segir Gylfi Þór. Upplifunin fyrir ferðamennina sé ekki góð. „Það er sama hvort þú tapar fjármunum eða ekki, það er óþægilegt að láta stela af sér.“ Gylfi Þór er meðvitaður um hættuna af vasaþjófum enda ekki í fyrsta skipti sem heyrist af vasaþjófum á vinsælustu ferðamannastöðunum sem tilheyra Gullna hringnum. Á sumum stöðum er varað við vasaþjófnaði á skiltum. Gylfi Þór segir þjófnað á borð við þennan oft tilkynntan en aldrei náist neinn. Hann hafi í þetta skiptið ekki einu sinni hringt í lögregluna heldur látið nægja að segja starfsmönnum þjóðgarðarins frá. „Þeir hafa eflaust látið lögreglu vita.“ Hann segist hafa deilt upplýsingunum með öðrum leiðsögumönnum í fyrrnefndum Facebook-hópi til að þeir geti varað ferðamenn á sínum vegum við. Vasaþjófarnir flakki um Gullna hringinn líkt og ferðamennirnir. Fólkið í hans rútu passi í það minnsta vasana sína vel eftir þessa upplifun. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis í sumar. Þingvellir Lögreglumál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07 Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55 Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Gylfi Þór Þórisson er leiðsögumaður með fulla rútu af ferðafólki á flakki um vinsælustu ferðamannastaði Suðvesturlandsins í dag. Hann lét kollega sína vita af vasaþjófunum með færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. „Þetta er óþægilegt fyrir alla. Skaðinn er ekki stór því það var bara eitt kort í veskinu og búið að loka því,“ segir Gylfi Þór. Upplifunin fyrir ferðamennina sé ekki góð. „Það er sama hvort þú tapar fjármunum eða ekki, það er óþægilegt að láta stela af sér.“ Gylfi Þór er meðvitaður um hættuna af vasaþjófum enda ekki í fyrsta skipti sem heyrist af vasaþjófum á vinsælustu ferðamannastöðunum sem tilheyra Gullna hringnum. Á sumum stöðum er varað við vasaþjófnaði á skiltum. Gylfi Þór segir þjófnað á borð við þennan oft tilkynntan en aldrei náist neinn. Hann hafi í þetta skiptið ekki einu sinni hringt í lögregluna heldur látið nægja að segja starfsmönnum þjóðgarðarins frá. „Þeir hafa eflaust látið lögreglu vita.“ Hann segist hafa deilt upplýsingunum með öðrum leiðsögumönnum í fyrrnefndum Facebook-hópi til að þeir geti varað ferðamenn á sínum vegum við. Vasaþjófarnir flakki um Gullna hringinn líkt og ferðamennirnir. Fólkið í hans rútu passi í það minnsta vasana sína vel eftir þessa upplifun. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis í sumar.
Þingvellir Lögreglumál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07 Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55 Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07
Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55
Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14