„Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. október 2024 07:03 Gugga í Gúmmíbát eða Guðrún Svava Egilsdóttir er viðmælandi í Tískutali. Vísir/Vilhelm „Mér finnst ég vera mjög sjálfsörugg og ég elska sjálfa mig,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni en hún er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Guggu í heild sinni: Gugga er 21 árs gömul og stundar fjarnám við Bifröst. Hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu og er rísandi stjarna í samfélagsmiðlaheiminum hérlendis. Gælunafnið hennar Gugga í Gúmmíbát má rekja til sjónvarpsseríunnar Næturvaktarinnar og fékk hún viðurnefnið fyrst frá vini sínum. Engin sagt nei takk við Guggu vikunnar Hún nýtur lífsins til hins ítrasta og leggur mikið upp úr jákvæðu hugarfari. Hún byrjaði með liðinn Gugga vikunnar í útvarpsþættinum Veislan þar sem hún lagði upp úr því að hrósa einni stelpu á viku. „Ég vona að það geti haft áhrif á að stelpur fari að hrósa öðrum stelpum í staðinn fyrir að baktala eða draga niður. Það var alltaf jafn gaman að senda: Hæ, þú ert Gugga vikunnar. Það hefur engin sagt nei takk“, segir Gugga hlæjandi. „Þær eru frekar bara jei, loksins er ég Gugga vikunnar og mér finnst það æðislegt.“ Gugga segist eiga mikið af góðum vinum og mjög gott samband við fjölskyldu sína. „Ég elska foreldra mína mest. Ég á bestu foreldra í heimi. Þau eru best og eiga besta samband í heimi, ég hef alltaf litið upp til þeirra. Ég á ennþá sömu vinkonur frá því ég var fimm ára og líka nýjar vinkonur. Ég er mjög vinamörg og veit ekki hvað ég myndi gera ef ég ætti ekki vini til staðar.“ Gugga ræddi um líf sitt í Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Ekki draumurinn að allir elski sig Aðspurð hvernig fjölskyldunni finnist sú athygli sem Gugga er að fá segir hún: „Þau taka alveg eftir því að ég sé orðin aðeins þekkt en þeim er alveg sama um frægð sem er mjög gott. Þau eru spennt fyrir mína hönd en frægð er ekki allt fyrir þeim sem mér finnst gott, ég hef alist upp við það að það sé alltaf það besta að vera góð manneskja.“ Gugga stendur staðföst í báðar fætur og lætur ekki vaða yfir sig. Fólk geti átt það við sjálft sig ef það ætlar að vera með einhverja stæla. „Mér finnst til dæmis stundum að fólk hugsi ef þú ert með stór brjóst ertu heimsk. Ég er orðin vön því og það er leiðinlegt en ég nenni ekki að láta það hafa áhrif á mig. Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna. Ég er ég sjálf og ef fólk fílar mig þá fílar það mig, ef ekki þá er það bara þannig. Það er ekki planið eða draumurinn hjá mér að láta alla elska mig.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Aldrei hugsað um sig sem fyrirmynd Gugga vakti upphaflega athygli á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún birti hnyttin tíst. Hún er nú með tæplega sautján þúsund fylgjendur á Instagram, hefur verið með útvarpsþátt á FM og gefið út lag með sveitinni HúbbaBúbba. Eitt af hennar fyrstu giggum var að syngja á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og hún er ekkert að ofhugsa hlutina. Þegar hún er spurð hvort henni finnist hún þurfa að vera fyrirmynd í tengslum við alla hennar fylgjendur segir Gugga: „Ég hef aldrei hugsað um sjálfa mig sem fyrirmynd. Kannski er ég að verða það, ég veit það ekki. Ég er alveg meðvituð um þetta en nei ég horfi ekki á mig sem fyrirmynd og kannski ætti fólk ekki að vera að horfa á mig sem fyrirmynd. Ég held að það séu betri fyrirmyndir. Ég er 21 árs og að lifa lífinu, það er svolítið þannig,“ segir Gugga og hlær. Gugga hefur ekki áhyggjur af áliti annarra og nýtur lífsins.Vísir/Vilhelm „Þessar stelpur hafa ekki áhrif á mig í dag“ Sjálfstraustið er órjúfanlegur hluti af henni í dag. „Ég var smá lögð í einelti í grunnskóla þannig að þá var kannski ekki alveg með jafn mikið sjálfstraust. En ég var aldrei alein, ég átti alltaf vinkonur líka. Mér finnst það ekki hafa áhrif á mig í dag, ég reyni að vera ekki fórnarlamb eða með of mikla fórnarlambahugsun. Ef eitthvað finnst mér finnst það bara hafa styrkt mig. Þessar stelpur hafa ekki áhrif á mig i dag, ef eitthvað eru þær bara að hrósa mér.“ Fjölskyldan ómetanleg hjálp Gugga hefur orðið fyrir áföllum á lífsleiðinni en segir ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu og trausta vini sem standa fast við bakið á henni. Hún opnar sig meðal annars um að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir nokkrum árum. „Ekki það að mig langi að fara út í smáatriði varðandi það. Það hafði mjög mikil áhrif á mig og alveg hræðileg áhrif í svona ár eftir það. Eftir það varð ég sterkari og ég reyni að vera ekki fórnarlamb. Ekki það að ég var auðvitað fórnarlamb þá. En ég reyni ekki að pæla í því. Það hefur ekki áhrif á mig í dag, ég held að ég nái að díla við þetta. Fjölskyldan mín veit af þessu og þau hafa verið mjög mikil hjálp. Ég held að ef ég ætti ekki það net væri þetta öðruvísi. Mér hefur líka verið byrlað en ég komst heim guði sé lof. Það finnst mér alveg hræðilegt. Hvernig ertu að fara niður í bæ og hugsar já ég ætla ekki að gleyma skilríkinu og byrlunar pillunni?“ Einkalífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Guggu í heild sinni: Gugga er 21 árs gömul og stundar fjarnám við Bifröst. Hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu og er rísandi stjarna í samfélagsmiðlaheiminum hérlendis. Gælunafnið hennar Gugga í Gúmmíbát má rekja til sjónvarpsseríunnar Næturvaktarinnar og fékk hún viðurnefnið fyrst frá vini sínum. Engin sagt nei takk við Guggu vikunnar Hún nýtur lífsins til hins ítrasta og leggur mikið upp úr jákvæðu hugarfari. Hún byrjaði með liðinn Gugga vikunnar í útvarpsþættinum Veislan þar sem hún lagði upp úr því að hrósa einni stelpu á viku. „Ég vona að það geti haft áhrif á að stelpur fari að hrósa öðrum stelpum í staðinn fyrir að baktala eða draga niður. Það var alltaf jafn gaman að senda: Hæ, þú ert Gugga vikunnar. Það hefur engin sagt nei takk“, segir Gugga hlæjandi. „Þær eru frekar bara jei, loksins er ég Gugga vikunnar og mér finnst það æðislegt.“ Gugga segist eiga mikið af góðum vinum og mjög gott samband við fjölskyldu sína. „Ég elska foreldra mína mest. Ég á bestu foreldra í heimi. Þau eru best og eiga besta samband í heimi, ég hef alltaf litið upp til þeirra. Ég á ennþá sömu vinkonur frá því ég var fimm ára og líka nýjar vinkonur. Ég er mjög vinamörg og veit ekki hvað ég myndi gera ef ég ætti ekki vini til staðar.“ Gugga ræddi um líf sitt í Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Ekki draumurinn að allir elski sig Aðspurð hvernig fjölskyldunni finnist sú athygli sem Gugga er að fá segir hún: „Þau taka alveg eftir því að ég sé orðin aðeins þekkt en þeim er alveg sama um frægð sem er mjög gott. Þau eru spennt fyrir mína hönd en frægð er ekki allt fyrir þeim sem mér finnst gott, ég hef alist upp við það að það sé alltaf það besta að vera góð manneskja.“ Gugga stendur staðföst í báðar fætur og lætur ekki vaða yfir sig. Fólk geti átt það við sjálft sig ef það ætlar að vera með einhverja stæla. „Mér finnst til dæmis stundum að fólk hugsi ef þú ert með stór brjóst ertu heimsk. Ég er orðin vön því og það er leiðinlegt en ég nenni ekki að láta það hafa áhrif á mig. Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna. Ég er ég sjálf og ef fólk fílar mig þá fílar það mig, ef ekki þá er það bara þannig. Það er ekki planið eða draumurinn hjá mér að láta alla elska mig.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Aldrei hugsað um sig sem fyrirmynd Gugga vakti upphaflega athygli á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún birti hnyttin tíst. Hún er nú með tæplega sautján þúsund fylgjendur á Instagram, hefur verið með útvarpsþátt á FM og gefið út lag með sveitinni HúbbaBúbba. Eitt af hennar fyrstu giggum var að syngja á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og hún er ekkert að ofhugsa hlutina. Þegar hún er spurð hvort henni finnist hún þurfa að vera fyrirmynd í tengslum við alla hennar fylgjendur segir Gugga: „Ég hef aldrei hugsað um sjálfa mig sem fyrirmynd. Kannski er ég að verða það, ég veit það ekki. Ég er alveg meðvituð um þetta en nei ég horfi ekki á mig sem fyrirmynd og kannski ætti fólk ekki að vera að horfa á mig sem fyrirmynd. Ég held að það séu betri fyrirmyndir. Ég er 21 árs og að lifa lífinu, það er svolítið þannig,“ segir Gugga og hlær. Gugga hefur ekki áhyggjur af áliti annarra og nýtur lífsins.Vísir/Vilhelm „Þessar stelpur hafa ekki áhrif á mig í dag“ Sjálfstraustið er órjúfanlegur hluti af henni í dag. „Ég var smá lögð í einelti í grunnskóla þannig að þá var kannski ekki alveg með jafn mikið sjálfstraust. En ég var aldrei alein, ég átti alltaf vinkonur líka. Mér finnst það ekki hafa áhrif á mig í dag, ég reyni að vera ekki fórnarlamb eða með of mikla fórnarlambahugsun. Ef eitthvað finnst mér finnst það bara hafa styrkt mig. Þessar stelpur hafa ekki áhrif á mig i dag, ef eitthvað eru þær bara að hrósa mér.“ Fjölskyldan ómetanleg hjálp Gugga hefur orðið fyrir áföllum á lífsleiðinni en segir ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu og trausta vini sem standa fast við bakið á henni. Hún opnar sig meðal annars um að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir nokkrum árum. „Ekki það að mig langi að fara út í smáatriði varðandi það. Það hafði mjög mikil áhrif á mig og alveg hræðileg áhrif í svona ár eftir það. Eftir það varð ég sterkari og ég reyni að vera ekki fórnarlamb. Ekki það að ég var auðvitað fórnarlamb þá. En ég reyni ekki að pæla í því. Það hefur ekki áhrif á mig í dag, ég held að ég nái að díla við þetta. Fjölskyldan mín veit af þessu og þau hafa verið mjög mikil hjálp. Ég held að ef ég ætti ekki það net væri þetta öðruvísi. Mér hefur líka verið byrlað en ég komst heim guði sé lof. Það finnst mér alveg hræðilegt. Hvernig ertu að fara niður í bæ og hugsar já ég ætla ekki að gleyma skilríkinu og byrlunar pillunni?“
Einkalífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira