Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 19:24 Sem stendur líta herbergin svona út sem umsækjendur um alþjóðlega vernd munu búa í. Vísir/Bjarni Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum. Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar
Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43
Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11