Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 19:24 Sem stendur líta herbergin svona út sem umsækjendur um alþjóðlega vernd munu búa í. Vísir/Bjarni Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum. Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar
Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43
Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11