Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 19:24 Sem stendur líta herbergin svona út sem umsækjendur um alþjóðlega vernd munu búa í. Vísir/Bjarni Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum. Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar
Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43
Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11