Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 14:33 Íslenskir varnarliðsmenn gætu hlotið þjálfun hjá norska hernum, að sögn Ágústu Ágústsdóttur, varaþingmanns Miðflokksins. Vísir Skoða ætti kosti þess að stofna íslenskt varnarlið sem hefði hernaðarlega þjálfun, að mati varaþingmanns Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Dýrmætt væri fyrir þjóðina að Íslendingar gætu gengið í norska herinn til þess að fá þjálfun og reynslu. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu. Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu.
Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira