Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 11:05 Frá mótmælum stuðningsfólks Palestínumanna við Alþingishúsið í sumar. Vísir/Einar Tæplega þrír af hverjum fjórum sögðust hafa meiri samúð með málstað Palestínumanna en Ísraela í skoðanakönnun sem stuðningsfélag Palestínu lét gera í síðasta mánuði. Þá sagðist meirihluti fylgjandi því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Tíu prósent sögðust hafa meiri samúð með Ísrael í skoðanakönnuninni sem Maskína gerði fyrir Félagið Ísland-Palestína. Tæpur fimmtungur sagðist hafa jafnmikla samúð með báðum. Spurt var út í hvort að Ísland ætti að beita Ísrael viðskiptaþvingunum á grundvelli álits Alþjóðadómstólsins í sumar um að áratugalangt hernám Ísraels í Palestínu væri ólöglegt. Þar sögðust 61 prósent fylgjandi viðskiptaþvingunum og sextán prósent hlynnt „með fyrirvara“. Tæpur fjórðungur sagðist andvígur. Þá sögðust 54 prósent hlynnt því að Ísland sliti stjórnmálasambandi við Ísrael og sextán prósent hlynnt með fyrirvara. Tæpur þriðjungur sagðist andsnúinn því að slíta sambandinu. Könnunin var gerð um miðjan september. Ekki var spurt sérstaklega út í hernað Ísraelshers á Gasaströndinni sem staðið hefur samfellt síðasta árið. Þær aðgerðir hófust í kjölfar mannskæðustu árásar vígamanna Hamas-samtakanna á Ísrael í sögu landsins fyrir réttu ári, 7. október. Um 1.200 Ísraelar féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Þá tóku Hamas-liðar hundruð gísla en tugir þeirra eru enn í haldi samtakanna. Rúmlega 41.000 Palestínumenn hafa síðan fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas á Gasa sem hafa ennfremur hrakið á þriðju milljón íbúa þar á flótta. Skoðanakannanir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Tíu prósent sögðust hafa meiri samúð með Ísrael í skoðanakönnuninni sem Maskína gerði fyrir Félagið Ísland-Palestína. Tæpur fimmtungur sagðist hafa jafnmikla samúð með báðum. Spurt var út í hvort að Ísland ætti að beita Ísrael viðskiptaþvingunum á grundvelli álits Alþjóðadómstólsins í sumar um að áratugalangt hernám Ísraels í Palestínu væri ólöglegt. Þar sögðust 61 prósent fylgjandi viðskiptaþvingunum og sextán prósent hlynnt „með fyrirvara“. Tæpur fjórðungur sagðist andvígur. Þá sögðust 54 prósent hlynnt því að Ísland sliti stjórnmálasambandi við Ísrael og sextán prósent hlynnt með fyrirvara. Tæpur þriðjungur sagðist andsnúinn því að slíta sambandinu. Könnunin var gerð um miðjan september. Ekki var spurt sérstaklega út í hernað Ísraelshers á Gasaströndinni sem staðið hefur samfellt síðasta árið. Þær aðgerðir hófust í kjölfar mannskæðustu árásar vígamanna Hamas-samtakanna á Ísrael í sögu landsins fyrir réttu ári, 7. október. Um 1.200 Ísraelar féllu í árásinni, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Þá tóku Hamas-liðar hundruð gísla en tugir þeirra eru enn í haldi samtakanna. Rúmlega 41.000 Palestínumenn hafa síðan fallið í hernaðaraðgerðum Ísraela gegn Hamas á Gasa sem hafa ennfremur hrakið á þriðju milljón íbúa þar á flótta.
Skoðanakannanir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira