Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta Árni Sæberg skrifar 30. september 2024 12:20 Ófáir hafa keypt sér sígarettur í Drekanum í gegnum árin. Ætla má að einhverjum þeirra hafi verið smyglað til landsins. Vísir/Vilhelm Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar. Þeir Snorri Guðmundsson, sem rekið hefur söluturna undir merkjum Póló, og Sverrir Þór Gunnarsson, eigandi söluturnsins Drekans, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þegar mál á hendur þeim var þingfest. Varðar allt að sex ára fangelsi Þeir sæta ákæru, ásamt þriðja manni, fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Ásmunda Björg Baldursdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að Snorri og Sverrir Þór hafi neitað sök í morgun. Þriðji maðurinn, starfsmaður flutningafyrirtækisins Thoe shipping, sé erlendis og muni taka afstöðu til sakarefnis á fimmtudag. Aðalmeðferð í málinu hefjist svo í fyrri hluta desember. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða allt að sex ára fangelsis og greiðslu sekta að fjárhæð allt að tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Haldlögðu fjölda Rolex-úra Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Áfengi og tóbak Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þeir Snorri Guðmundsson, sem rekið hefur söluturna undir merkjum Póló, og Sverrir Þór Gunnarsson, eigandi söluturnsins Drekans, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þegar mál á hendur þeim var þingfest. Varðar allt að sex ára fangelsi Þeir sæta ákæru, ásamt þriðja manni, fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Ásmunda Björg Baldursdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að Snorri og Sverrir Þór hafi neitað sök í morgun. Þriðji maðurinn, starfsmaður flutningafyrirtækisins Thoe shipping, sé erlendis og muni taka afstöðu til sakarefnis á fimmtudag. Aðalmeðferð í málinu hefjist svo í fyrri hluta desember. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða allt að sex ára fangelsis og greiðslu sekta að fjárhæð allt að tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Haldlögðu fjölda Rolex-úra Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra.
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira