„Óþekku börnin frá Grindavík“ vakti úlfúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 13:47 Þórdís Jóna Sigurðardóttir,forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. aðsend. Erindi sem var flutt á ráðstefnunni Menntakvika á fimmtudaginn vakti töluverða úlfúð meðal Grindvíkinga en það bar heitið „Óþekku börnin frá Grindavík“. Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu biður Grindvíkinga afsökunar vegna málsins og segir nafnið, sem sé ekki í neinu samhengi við innihald erindisins, óheppilegt. „Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“ Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
„Þetta var sett fram með góðum ásetningi. Það sem er verið að fjalla um er áfallamiðuð nálgun í skólum og það er verið að benda á hvernig áföll geta birst í hegðun. Það er mikilvægt að við tökum þetta samtal því það er svo ólíkt hvernig börn bregðast við áföllum. Sum fara kannski inn í sig og maður heldur að það sé allt í lagi og hjá öðrum brýst þetta út í ákveðinni hegðun. Það þarf að vera með augun opin fyrir því hvernig þetta tengist allt saman. Framsetningin var ekki rétt og það er auðvitað þannig að maður finnur að fólki sárnar og það er síst af öllu sem okkur langar að gera er að særa.“ Þetta segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, í samtali við Vísi um málið. Menntakvika er árleg ráðstefna sem að Háskóli Íslands stendur fyrir en þar kemur fagfólk og hagsmunaaðilar saman og ræða menntavísindi á Íslandi og kynna rannsóknir á því sviði. Ekki sæmandi því starfi sem þau vilja vinna Þórdís segist miður sín vegna málsins en hún sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni til Grindvíkinga á Facebook-síðu Grindavíkur í gær. „Mig langar að koma á því á framfæri að mér finnst þetta meiðandi og á engan hátt sæmandi því starfi sem við viljum standa fyrir. Þá lýsir þetta ekki neinn hátt neinu sem við höfum upplifað eða fundið fyrir, nema síður sé,“ sagði í færslunni. Þórdís segist skilja viðbrögð bæjarbúa mjög vel en þó nokkrir Grindvíkingar hafa kvartað vegna yfirheiti erindisins á Facebook. Erindið einskorðist ekki við börn frá Grindavík „Það er mjög skiljanlegt að fólki finnist þetta meiðandi. Það sem er verið að tala um í erindinu er ótrúlega áhugavert og ég trúi því að það muni hjálpa mikið. Ég veit ekki neitt annað en það að börn frá Grindavík hafi hagað sér mjög vel en svo þegar að tíminn líður og börn fara að finna meira fyrir þessu er svo mikilvægt að við séum vakandi fyrir því. Kannski verður það aldrei neitt vandamál en það er líklegt að þetta hafi áhrif á börn.“ Hún segir þetta alls ekki einskorðast við börn frá Grindavík heldur eigi erindið við um öll börn sem hafa gengið í gegnum eitthvað erfitt. „Þau sem sáu þetta voru mörg mjög sár og ég skil það mjög vel en við höfum líka fengið góð viðbrögð og kunnum að meta það.“
Grindavík Skóla- og menntamál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira