Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 20:31 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Stöð 2 Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð. Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Sumir blaðamannanna höfðu unnið fréttir upp úr tölvupóstum úr síma Páls en þær fjölluðu um sjálfsyfirlýsta „skæruliðadeild“ Samherji. Það var lítill hópur starfsmanna Samherja, þar á meðal tveir lögfræðingar, sem reyndi að hafa áhrif á umræðu um Samherja, meðal annars með því að skrifa greinar í fjölmiðla sem voru birtar í nafni Páls. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði það einu réttu niðurstöðuna í málinu að fella það niður enda hefði málatilbúnaður lögreglu verið tilhæfulaus með öllu frá upphafi. Blaðamennirnir hefðu verið til rannsóknar fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. „Það er með ólíkindum að lögreglustjórinn skuli líta á það sem mögulega refsiverða háttsemi,“ sagði Sigríður Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Réttaróvissa á meðan á rannsókninni stóð Sumir þeirra blaðamanna sem höfðu réttastöðu sakbornings í málinu hafa síðan yfirgefið stéttina. Sigríður Dögg sagði málið hafa hvílt ofboðslega þungt á mörgum og fjölskyldum þeirra sömuleiðis. Það sé ekki að ástæðulausu að Evrópuráðið hafi mælst til þess að lögregla hugsi sig vel um og rökstyðji það vandlega áður en hún ákveður að rannsaka blaðamenn. „Vegna þess að þetta hefur kælingaráhrif, ekki bara á þessa blaðamenn sem um ræðir, heldur alla stéttina,“ sagði formaðurinn. Á meðan rannsókninni stóð hafi réttaróvissa verið í landinu um hvað blaðamönnum væri heimilt að gera í störfum sínum. „Það er bara mjög alvarlegt þegar slíkt gerist.“ Blaðamennirnir sem höfðu réttarstöðu sakbornings voru þau Þóra Arnórsdóttir, þáverandi ritstjóri Kveiks á RÚV, Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson, þáverandi blaðamaður Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, þáverandi blaðamaður Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, þáverandi blaðamaður Heimildarinnar, og Arnar Þórisson, yfirframleiðandi Kveiks. Fordæmalaus yfirlýsing lögreglustjórans Yfirlýsing lögreglustjórans um ákvörðun hans um að fella rannsóknina niður var um margt sérstæð. Í henni var ákvörðunin rökstudd í löngu máli en fá dæmi eru um að lögregla birti slíkan rökstuðning í opinberum yfirlýsingum, hvað þá svo ítarlega. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Lögreglustjórinn lýsir þannig þeirri afstöðu sinni að þrátt fyrir að rannsóknin hafi verið fellt niður „gætu“ blaðamennirnir hafa sýnt af sér atferli sem gæti flokkast undir brot á friðhelgi einkalífs Páls. Þá er andlegt ástand fyrrverandi eiginkonu Páls, sem tók síma hans og kom til fjölmiðla, reifað í yfirlýsingunni. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir Þeir blaðamenn og lögfræðingar sem Sigríður Dögg ræddi við í dag sögðust aldrei hafa séð aðra eins yfirlýsingu frá lögreglu. Lögmaður Blaðamannafélagsins hefði meðal annars kannað það í dag. „Hann er sammála því að þetta er algerlega fordæmalaus yfirlýsing,“ sagði Sigríður Dögg sem velti fyrir sér hvers vegna lögreglustjórinn hafi ákveðið að rökstyðja niðurstöðuna í svo löngu máli. Lögreglustjórinn hafi kennt blaðamönnunum sjálfum um hversu langan tíma rannsóknin tók vegna þess að þeir ákváðu að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan á henni stóð.
Lögreglumál Fjölmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Samherjaskjölin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Sjá meira