Orðið vör við fjölgun útkalla vegna þjófnaðar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 21:49 Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas. „Viðskiptavinir eiga fyrst og fremst að hringja í lögreglu, það er númer eitt tvö og þrjú. Þeir eiga aldrei að reyna að fara og hafa afskipti af aðilanum. Til dæmis ef þetta er inn í verslun, þá á að hafa samband við verslunarstjóra sem mun þá fara með annan starfsmann með sér og tala við viðkomandi. Þá er um að gera að vera kurteis og halda ró sinni og aldrei ásaka neinn um stuld.“ Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum. Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Þetta segir Hafþór Theódórsson, sölustjóri hjá Securitas, spurður hvað viðskiptavinir eigi að gera ef þeir verða var við þjófnað í verslunum eða þjófa á ferð fyrir utan fyrirtæki. Öryggismenning skipti miklu máli Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Sjö erlendir ríkisborgarar voru handteknir á dögunum eftir að verðmætum að virði tugi milljóna króna var rænt úr tveimur verslunum Elko aðfaranótt mánudags. Þá hefur verið töluvert um þjófnað í hjólabúðum. Hafþór segir þau hjá Securitas hafa orðið vör við aukningu í útköllum vegna innbrota og þjófnaðar undanfarið en hann nefnir að auki nokkur góð ráð til að hafa í huga til að koma í veg fyrir að brotist sé inn í verslanir. Hann segir öryggismenningu innan fyrirtækis skipta sköpum. Vonast til þess að hrinan gangi yfir „Það er alltaf hægt að skoða betur hvað þarf. Þá er oft gott að fá fagaðila til að koma og greina þá áhættuþætti sem eru í búðinni eða verslunum og sjá hvar má gera betur. Það er alltaf gott að huga að því. Til dæmis í lok dags að það sé einhver ábyrgur fyrir því að loka gluggum og sjá hvort hurðin sé læst. Hafa góða lýsingu fyrir utan og inn í búðinni, vera með áberandi skilti um að það sé öryggiskerfi í búðinni og annan slíkan fælingarmátt sem er alltaf gott að hafa.“ Hafþór segist vonast til þess að aukin tíðni þjófnaðar muni ganga yfir en hann minnir á að slíkt komi alltaf í bylgjum.
Lögreglumál Verslun Þjófnaður í Elko Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira