Umdeilt uppáhald arkitekts við Austurvöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2024 17:06 Birkir Ingibjartsson arkitekt bendir hér á eitt af sínum uppáhalds húsum við Austurvöll, hús Almennra trygginga að Pósthússtræti 9 sem tekið var í notkun árið 1960. Arkitekt segir mikilvægt að hafa söguna til grundvallar þegar ný hús eru byggð. Hann telur þó málflutning doktors í umhverfissálfræði, sem var í viðtali í Íslandi í dag í síðustu viku, einföldun á margslungnu fyrirbæri. Téður doktor, Páll Jakob Líndal, er þeirrar skoðunar að sagnfræðin og sálfræðin hafi orðið útundan við hönnun á nýbyggingum, einkum í miðbænum. Páll lýsti meðal annars Smiðu, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis sem „árás inn í umhverfið“ en var afar ánægður með nýbyggingar í Hafnarstræti, sem reistar eru í gamaldags stíl í anda þess sem gjarnan var byggt á fyrri hluta síðustu aldar. Arkítektar risu víða upp á afturlappirnar við þennan málflutning Páls. Á meðal þeirra sem eru honum um margt ósammála er Birkir Ingibjartsson, arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Arkitektúr er mjög margslungið fag og að búa til borg hefur margar víddir. Mér fannst Páll taka heldur einfaldan póll í hæðina á köflum,“ segir Birkir. „Ég er sammála því að ég held það sé mikilvægt að við vinnum með söguna í borginni. Það er sterkur hluti af öllum lifandi borgum að sagan sé sýnileg og að hvert tímabil í sögu borgarinnar fái að njóta sín. Og það er eitthvað sem ég myndi segja að sé nokkuð ríkt í Reykjavík. Við erum með mörg hús sem byggð eru á ólíkum tíma. Þótt að Ráðhúsið virki nútímalegt þá er það þrjátíu ára gamalt eða svo, Oddfellowhúsið er áttatíu, níutíu ára og svo erum við með eitt nýfætt,“ segir Birkir og bendir á Smiðju. Sjálfur lýsir hann sig mikinn aðdáanda byggingarinnar. Glerhýsinu að Pósthússtræti 9 var lýst sem „þyrni í augum margra“ í þessari grein blaðsins Dags - Íslendingaþátta árið 2000. „Ekki af því að byggingin sjálf sé ljót, öðru nær, heldur vegna þess að húsið fer illa við hinar tilkomumiklu byggingar beggja vegna við.“ Máli sínu til stuðnings bendir Birkir á hús Almennra trygginga sem tekið var í notkun árið 1960. Húsið stendur mitt í Guðjóns Samúelssonar-samloku, ef svo má að orði komast, og Birkir segir hana gott dæmi um hvernig byggingarstílar mismunandi tímabila í sögunni kallist á - og njóti sín saman. Húsið var raunar umdeilt á sínum tíma, þar sem mörgum þótti það einmitt passa illa við sköpunarverk Guðjóns. „Hér kemur þessi ótrúlega einfalda, græna bygging á milli Hótel Borgar og Apóteksins, sem maður þekkir vel. Þetta hús er eitt af mínum uppáhalds við Austurvöll. Það að þetta hús komi hér á milli, að það sé ekki enn ein bygging í sama stíl og Hótel Borg eða Apótekið, það gefur þessum tveimur síðarnefndu meira vægi að fá yngri „aðila“ með sér. Kontrastinn á móti gefur þeim aukna vigt.“ Göngutúr með Birki um Kvosina má horfa á í heild sinni hér fyrir ofan. Við stöldrum við fjölda mannvirkja - og Birkir segir okkur auk þess frá því sem honum þykir afleitt við nútímabyggingarlist. Skipulag Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19. september 2024 10:03 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Téður doktor, Páll Jakob Líndal, er þeirrar skoðunar að sagnfræðin og sálfræðin hafi orðið útundan við hönnun á nýbyggingum, einkum í miðbænum. Páll lýsti meðal annars Smiðu, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis sem „árás inn í umhverfið“ en var afar ánægður með nýbyggingar í Hafnarstræti, sem reistar eru í gamaldags stíl í anda þess sem gjarnan var byggt á fyrri hluta síðustu aldar. Arkítektar risu víða upp á afturlappirnar við þennan málflutning Páls. Á meðal þeirra sem eru honum um margt ósammála er Birkir Ingibjartsson, arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Arkitektúr er mjög margslungið fag og að búa til borg hefur margar víddir. Mér fannst Páll taka heldur einfaldan póll í hæðina á köflum,“ segir Birkir. „Ég er sammála því að ég held það sé mikilvægt að við vinnum með söguna í borginni. Það er sterkur hluti af öllum lifandi borgum að sagan sé sýnileg og að hvert tímabil í sögu borgarinnar fái að njóta sín. Og það er eitthvað sem ég myndi segja að sé nokkuð ríkt í Reykjavík. Við erum með mörg hús sem byggð eru á ólíkum tíma. Þótt að Ráðhúsið virki nútímalegt þá er það þrjátíu ára gamalt eða svo, Oddfellowhúsið er áttatíu, níutíu ára og svo erum við með eitt nýfætt,“ segir Birkir og bendir á Smiðju. Sjálfur lýsir hann sig mikinn aðdáanda byggingarinnar. Glerhýsinu að Pósthússtræti 9 var lýst sem „þyrni í augum margra“ í þessari grein blaðsins Dags - Íslendingaþátta árið 2000. „Ekki af því að byggingin sjálf sé ljót, öðru nær, heldur vegna þess að húsið fer illa við hinar tilkomumiklu byggingar beggja vegna við.“ Máli sínu til stuðnings bendir Birkir á hús Almennra trygginga sem tekið var í notkun árið 1960. Húsið stendur mitt í Guðjóns Samúelssonar-samloku, ef svo má að orði komast, og Birkir segir hana gott dæmi um hvernig byggingarstílar mismunandi tímabila í sögunni kallist á - og njóti sín saman. Húsið var raunar umdeilt á sínum tíma, þar sem mörgum þótti það einmitt passa illa við sköpunarverk Guðjóns. „Hér kemur þessi ótrúlega einfalda, græna bygging á milli Hótel Borgar og Apóteksins, sem maður þekkir vel. Þetta hús er eitt af mínum uppáhalds við Austurvöll. Það að þetta hús komi hér á milli, að það sé ekki enn ein bygging í sama stíl og Hótel Borg eða Apótekið, það gefur þessum tveimur síðarnefndu meira vægi að fá yngri „aðila“ með sér. Kontrastinn á móti gefur þeim aukna vigt.“ Göngutúr með Birki um Kvosina má horfa á í heild sinni hér fyrir ofan. Við stöldrum við fjölda mannvirkja - og Birkir segir okkur auk þess frá því sem honum þykir afleitt við nútímabyggingarlist.
Skipulag Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19. september 2024 10:03 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19. september 2024 10:03