Mál Samherja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 08:53 ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) þarf að verja sig fyrir dómi í Bretlandi í vikunni. Davíð Þór/Heimildin Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Oddur smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Oddur hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Oddur tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Oddi fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Í viðtali norska ríkisútvarpsins NRK við Odd kemur fram að réttarhöldin hefjist á fimmtudaginn, 26. september. „Þeir vilja að ég skili vefsíðunni og eyði öllu tengdu listaverkinu,“ segir hann við NRK. Vilja aðeins stöðva gjörninginn Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að Oddur hafi gerst sekur um hugverkabrot. Í ljósi þess að Oddur hafi neitað að bregast við óskum fyrirtækisins hafi það haft þann kost einan eftir að leita til dómstóla. „Samherji hefur engan áhuga á að stefna [Oddi] umfram það að stöðva vísvitandi ólögleg brot hans.“ Afsökunarbeiðnin sem Oddur gaf út í nafni Samherja tengdist ásökum á hendur sjávarútvegsrisanum vegna spillingarmála í Namibíu. Fulltrúar fyrirtækisins voru sakaðir um að bera fé á áhrifamenn þar til þess að tryggja sér aflaheimildir. Bandalag íslenskra listamanna lýsti yfir stuðningi við Odd í sumar og hvatti Samherja til þess að láta málið gegn honum falla niður. Bretland Dómsmál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Menning Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Oddur smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólans í Björgvin í Noregi. Oddur hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Oddur tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Oddi fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Í viðtali norska ríkisútvarpsins NRK við Odd kemur fram að réttarhöldin hefjist á fimmtudaginn, 26. september. „Þeir vilja að ég skili vefsíðunni og eyði öllu tengdu listaverkinu,“ segir hann við NRK. Vilja aðeins stöðva gjörninginn Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að Oddur hafi gerst sekur um hugverkabrot. Í ljósi þess að Oddur hafi neitað að bregast við óskum fyrirtækisins hafi það haft þann kost einan eftir að leita til dómstóla. „Samherji hefur engan áhuga á að stefna [Oddi] umfram það að stöðva vísvitandi ólögleg brot hans.“ Afsökunarbeiðnin sem Oddur gaf út í nafni Samherja tengdist ásökum á hendur sjávarútvegsrisanum vegna spillingarmála í Namibíu. Fulltrúar fyrirtækisins voru sakaðir um að bera fé á áhrifamenn þar til þess að tryggja sér aflaheimildir. Bandalag íslenskra listamanna lýsti yfir stuðningi við Odd í sumar og hvatti Samherja til þess að láta málið gegn honum falla niður.
Bretland Dómsmál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Menning Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira