Úkraínumenn berjist með „aðra hönd bundna fyrir aftan bak“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Marko Mihkelson, formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins, var ómyrkur í máli gagnvart Rússlandi í pallborðsumræðum í Háskólanum í Reykjavík í dag. Hann segir varasamt að styðja ekki almennilega við bakið á Úkraínu í stríði þeirra við Rússland. Vísir/Vilhelm Tregða Bandaríkjanna og annarra ríkja til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands er mikil vonbrigði. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar Eistlands sem telur afstöðuna hættulega og merki um veikleika. Mikið sé í húfi fyrir allsherjaröryggi í Evrópu. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira