Telja Ísland með „hættuleg viðhorf“ gagnvart Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 15:59 Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, samþykkti listann yfir 47 ríki sem Rússar hafa vanþóknun á. Vísir/EPA Ísland er í hópi 47 ríkja sem rússnesk stjórnvöld telja hafa „hættuleg viðhorf“ sem stangist á við andleg og siðferðisleg gildi Rússlands. Flest Evrópuríki rata á listann auk Bandaríkjanna og Japans. Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands. Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands.
Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira