Telja Ísland með „hættuleg viðhorf“ gagnvart Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 15:59 Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, samþykkti listann yfir 47 ríki sem Rússar hafa vanþóknun á. Vísir/EPA Ísland er í hópi 47 ríkja sem rússnesk stjórnvöld telja hafa „hættuleg viðhorf“ sem stangist á við andleg og siðferðisleg gildi Rússlands. Flest Evrópuríki rata á listann auk Bandaríkjanna og Japans. Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands. Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands.
Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent