Jafnt hjá PSG og Galatasaray vann stórleikinn í Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 21:32 Mörk sem skipta miklu máli. EPA-EFE/ERDEM SAHIN Frakklandsmeistarar París Saint-Germain gerðu nokkuð óvænt 1-1 jafntefli við Reims í efstu deild karla þar í landi. Þá vann Galatasaray 3-1 sigur á Fenerbahçe í uppgjöri toppliða Tyrklands. Keito Nakamura kom Reims yfir strax á 9. mínútu og tók það PSG sinn tíma að ranka við sér eftir það högg. Var sem það væri Meistaradeildar-þynnka í PSG liðinu sem var langt frá sínu besta. Á 68. mínútu jafnaði Ousmane Dembélé metin og þar við sat, lokatölur 1-1. PSG vissulega mun meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en það dugði ekki til í kvöld. Merci aux supporters présents à Reims ❤️💙 #SDRPSG I #Ligue1 pic.twitter.com/IQNXfRt5Fh— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 21, 2024 Parísarliðið er eitt á toppi deildarinnar með 13 stig en bæði Marseille og Monaco geta jafnað það að stigum. Stórleikurinn í Tyrklandi stóð undir væntingum hvað varðar læti og skemmtanagildi en lærisveinar José Mourinho í Fenerbahçe voru á heimavelli. Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. José ekki sáttur.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Fyrsta mark leiksins reyndist sjálfsmark en Lucas Torreira, miðjumaður Galatasaray, átti þá þrumuskot í stöngina. Þaðan fór boltinn í bakið á Dominik Livaković og í netið. Sjálfsmark hjá markverðinum og gestirnir komnir yfir. Á 28. mínútu skoruðu gestirnir aftur og að þessu sinni var ekki um neitt sjálfsmark að ræða. Victor Osimhen notaði þá brjóstkassann til að leggja boltann svona líka snyrtilega á Dries Mertens sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Livaković. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-2. Leikmenn Galatasaray fagna.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Gabriel Sara gerði svo í raun út um leikinn þegar tæp klukkustund var liðin með þriðja marki gestanna. Edin Džeko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-3. Galatasaray er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum sex umferðum á meðan lærisveinar Mourinho eru í 2. sæti með 13 stig, fimm minna en toppliðið. Fótbolti Franski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Keito Nakamura kom Reims yfir strax á 9. mínútu og tók það PSG sinn tíma að ranka við sér eftir það högg. Var sem það væri Meistaradeildar-þynnka í PSG liðinu sem var langt frá sínu besta. Á 68. mínútu jafnaði Ousmane Dembélé metin og þar við sat, lokatölur 1-1. PSG vissulega mun meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en það dugði ekki til í kvöld. Merci aux supporters présents à Reims ❤️💙 #SDRPSG I #Ligue1 pic.twitter.com/IQNXfRt5Fh— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 21, 2024 Parísarliðið er eitt á toppi deildarinnar með 13 stig en bæði Marseille og Monaco geta jafnað það að stigum. Stórleikurinn í Tyrklandi stóð undir væntingum hvað varðar læti og skemmtanagildi en lærisveinar José Mourinho í Fenerbahçe voru á heimavelli. Það voru hins vegar gestirnir sem fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. José ekki sáttur.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Fyrsta mark leiksins reyndist sjálfsmark en Lucas Torreira, miðjumaður Galatasaray, átti þá þrumuskot í stöngina. Þaðan fór boltinn í bakið á Dominik Livaković og í netið. Sjálfsmark hjá markverðinum og gestirnir komnir yfir. Á 28. mínútu skoruðu gestirnir aftur og að þessu sinni var ekki um neitt sjálfsmark að ræða. Victor Osimhen notaði þá brjóstkassann til að leggja boltann svona líka snyrtilega á Dries Mertens sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Livaković. Frábært mark í alla staði og staðan orðin 0-2. Leikmenn Galatasaray fagna.EPA-EFE/ERDEM SAHIN Gabriel Sara gerði svo í raun út um leikinn þegar tæp klukkustund var liðin með þriðja marki gestanna. Edin Džeko minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 1-3. Galatasaray er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar að loknum sex umferðum á meðan lærisveinar Mourinho eru í 2. sæti með 13 stig, fimm minna en toppliðið.
Fótbolti Franski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira