Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 18:11 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. Frávísunarmálin eru 622 talsins það sem af er ári en þau voru 439 í fyrra, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist á vefsíðu lögreglunnar í dag. Þar er þróunin í aðgerðum lögreglu og tollgæslu í slíkum málum frá því að Ísland hóf fulla þátttöku í Schengen-landamærasamstarfinu árið 2001 sögð „einstök“. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að ekki hafi tekist betur til í áranna rás að halda uppi öflugra landamæreftirliti og þá ekki síst á innri landamærum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirlitið á innri landamærum Schengen-svæðisins skipti íslenska þjóð gríðarlega miklu máli þar sem hrikti í stoðum landamæraeftirlits í Evrópu. Áherslan hafi verið á ytri landamæri Schengen en innri landamærunum lítill gaumur gefinn. Húsnæði lögreglustjórans á Suðurnesjum í Reykjanesbæ hefur verið ónothæft í að verða ár vegna myglu sem fannst þar.Vísir/Vilhelm Einn Íslendingur af nítján sem sitja inni Lögreglan á Suðurnesjum býr við aðstöðuleysi þar sem aðeins hefur verið hægt að nota fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ frá því í október í fyrra en stöðin er að öðru leyti ónothæf, að sögn lögreglustjórans. Ekki stendur til að endurbótum á stöðinni ljúki fyrr en í febrúar. Fátt bendi til þess að sú áætlun standist. Fram kemur að af þeim nítján sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna aðgerða lögreglu, aðallega á Keflavíkurflugvelli, sé einn Íslendingur. Aðrir séu frá Gana, Egyptalandi, Frakklandi, Súrínam, Hollandi, Kanada, Georgíu, Marokkó, Tékklandi, Brasilíu og Kólumbíu. Flestir þeirra komi hingað frá öðru Evrópulandi. Ellefu þeirra sem sitja inni voru teknir vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Aðrir vegna meintra brota á útlendingalögum og gruns um mansal. Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52 Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Frávísunarmálin eru 622 talsins það sem af er ári en þau voru 439 í fyrra, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist á vefsíðu lögreglunnar í dag. Þar er þróunin í aðgerðum lögreglu og tollgæslu í slíkum málum frá því að Ísland hóf fulla þátttöku í Schengen-landamærasamstarfinu árið 2001 sögð „einstök“. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að ekki hafi tekist betur til í áranna rás að halda uppi öflugra landamæreftirliti og þá ekki síst á innri landamærum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirlitið á innri landamærum Schengen-svæðisins skipti íslenska þjóð gríðarlega miklu máli þar sem hrikti í stoðum landamæraeftirlits í Evrópu. Áherslan hafi verið á ytri landamæri Schengen en innri landamærunum lítill gaumur gefinn. Húsnæði lögreglustjórans á Suðurnesjum í Reykjanesbæ hefur verið ónothæft í að verða ár vegna myglu sem fannst þar.Vísir/Vilhelm Einn Íslendingur af nítján sem sitja inni Lögreglan á Suðurnesjum býr við aðstöðuleysi þar sem aðeins hefur verið hægt að nota fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ frá því í október í fyrra en stöðin er að öðru leyti ónothæf, að sögn lögreglustjórans. Ekki stendur til að endurbótum á stöðinni ljúki fyrr en í febrúar. Fátt bendi til þess að sú áætlun standist. Fram kemur að af þeim nítján sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna aðgerða lögreglu, aðallega á Keflavíkurflugvelli, sé einn Íslendingur. Aðrir séu frá Gana, Egyptalandi, Frakklandi, Súrínam, Hollandi, Kanada, Georgíu, Marokkó, Tékklandi, Brasilíu og Kólumbíu. Flestir þeirra komi hingað frá öðru Evrópulandi. Ellefu þeirra sem sitja inni voru teknir vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Aðrir vegna meintra brota á útlendingalögum og gruns um mansal.
Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52 Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52
Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent