„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2024 13:49 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar. EGILL AÐALSTEINSSON Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Innlent Fleiri fréttir Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Fagna löngu tímabærri breytingu Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Tveir reyndust í skotti bíls Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Loksins mega hommar gefa blóð Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Sjá meira
Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Innlent Fleiri fréttir Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Fagna löngu tímabærri breytingu Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Tveir reyndust í skotti bíls Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Loksins mega hommar gefa blóð Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Sjá meira