„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2024 13:49 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar. EGILL AÐALSTEINSSON Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira