Telur litlar líkur á að Yazan verði vísað úr landi Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 14:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nauðsynlegt að samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar verði skoðað nánar. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir það hans skoðun að líta eigi til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við úrlausn mála eins og í máli Yazans Tamimi. Samspil Barnasáttmálans við aðra löggjöf þurfi að skoða betur og það þurfi að vinna betur. „Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
„Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent