Óráðlegt að undirbúa flutning barns sem dvelur á sjúkrahúsi Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 12:11 Sigurður Ingi segir málið hafa verið rætt á fundi ríkisstjórnar en hún taki þó ekki ákvörðun um framhaldið. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir mál Yazans ekki þrengja líf ríkisstjórnarinnar. Það sé samt auðvitað þannig að hver flokkur innan hennar hafi ólíka afstöðu til málaflokksins og bakland þeirra líka. Það sé mikilvægt að fylgja lögum en líka að tekið sé tillit til þess að þarna hafi verið sérstakt tilvik sem varði dreng í viðkvæmri stöðu. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun fjölskyldunnar hafi gefið ríkisstjórninni færi á að skoða ýmsa þætti sem geta verið öðruvísi en í þeim þúsund málum sem hafa verið tekin fyrir og fólki vísað úr landi. „Það hafa ekki verið neinar hótanir um stjórnarslit af þessu tilefni,“ segir Sigurður Ingi. Hvað varðar stöðu Yazans segir Sigurðu Ingi það augljóst að staða hans sé sérstök og það sé mikilvægt að skoða alla þætti. Það sé verið að gera það en það séu þartilbær stjórnvöld sem taki svo ákvörðun um framhaldið. Það sé ekki ákvörðun sem verði tekin innan ríkisstjórnarinnar. „Enda var ráðherrann eingöngu að taka ákvörðun um að fresta framfylgd tímabundið.“ Sigurður Ingi segir það vitað að innan fárra daga geti fjölskyldan fengið efnismeðferð hjá Útlendingastofnun en þá skapast réttur hjá fjölskyldunni fyrir endurupptöku máls og að það fari í efnismeðferð. Sigurður Ingi segir það ljóst að drengurinn sé á spítala eins og stendur og það sé ekki þörf á að drífa barnið úr landi á meðan það dvelur á sjúkrastofnun. „Við vitum að barnið er innlagt á sjúkrastofnun og það er ekki held ég óráðlegt að undirbúa flutning á slíku barni. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. 17. september 2024 12:04 Læknir hafi metið Yazan flugfæran Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. 17. september 2024 10:46 Segir lögin skipta máli en líka mannúð Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 17. september 2024 11:49 Bjarni segir brottvísunina standa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. 17. september 2024 11:22 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun fjölskyldunnar hafi gefið ríkisstjórninni færi á að skoða ýmsa þætti sem geta verið öðruvísi en í þeim þúsund málum sem hafa verið tekin fyrir og fólki vísað úr landi. „Það hafa ekki verið neinar hótanir um stjórnarslit af þessu tilefni,“ segir Sigurður Ingi. Hvað varðar stöðu Yazans segir Sigurðu Ingi það augljóst að staða hans sé sérstök og það sé mikilvægt að skoða alla þætti. Það sé verið að gera það en það séu þartilbær stjórnvöld sem taki svo ákvörðun um framhaldið. Það sé ekki ákvörðun sem verði tekin innan ríkisstjórnarinnar. „Enda var ráðherrann eingöngu að taka ákvörðun um að fresta framfylgd tímabundið.“ Sigurður Ingi segir það vitað að innan fárra daga geti fjölskyldan fengið efnismeðferð hjá Útlendingastofnun en þá skapast réttur hjá fjölskyldunni fyrir endurupptöku máls og að það fari í efnismeðferð. Sigurður Ingi segir það ljóst að drengurinn sé á spítala eins og stendur og það sé ekki þörf á að drífa barnið úr landi á meðan það dvelur á sjúkrastofnun. „Við vitum að barnið er innlagt á sjúkrastofnun og það er ekki held ég óráðlegt að undirbúa flutning á slíku barni.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. 17. september 2024 12:04 Læknir hafi metið Yazan flugfæran Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. 17. september 2024 10:46 Segir lögin skipta máli en líka mannúð Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 17. september 2024 11:49 Bjarni segir brottvísunina standa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. 17. september 2024 11:22 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
„Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. 17. september 2024 12:04
Læknir hafi metið Yazan flugfæran Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. 17. september 2024 10:46
Segir lögin skipta máli en líka mannúð Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 17. september 2024 11:49
Bjarni segir brottvísunina standa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. 17. september 2024 11:22