Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 16. september 2024 08:22 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira