„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2024 06:39 Mótmæli standa yfir í Leifsstöð vegna brottflutnings Yazan. No Borders „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira