Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 15:05 Hér hafa ljós verið tekin niður, nýir nemendaskápar verið skemmdir og stóll eyðilagður. Auk þess hafa verið gerðar skemmdir á veggjum og borðum. Aðsendar Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu. „Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“ Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Sjá meira
„Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“
Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Sjá meira