Timberlake gengst við ölvunarakstri Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 21:04 Eftir einn ei aki neinn, jafnvel ekki Justin Timberlake. AP Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake viðurkenndi að hafa ekið bíl sínum þrátt fyrir að hann væri ekki í ástandi til þess fyrir dómi í New York í dag. Hann hvatti fólk til að þess að aka ekki ölvað. Söngvarinn var handtekinn í The Hamptons, heldrimannahverfi í New York-ríki, í júní. Þá hafði hann hunsað stöðvunarskyldu og ekið rykkjótt. Í ákæru á hendur honum kom fram að af honum hefði lagt stæka áfengislykt og augu hans hefðu verið blóðhlaupin og stjörf. Timberlake neitaði að anda í áfengismæli og stóð sig illa á prófi sem er ætlað að meta ökuhæfni. Hann sagði lögreglumönnum að hann hefði fengið sér eitt glas af brenndu víni. Til þess að komast hjá alvarlegri eftirmálum gerði Timberlake sátt við saksóknara um að hann játaði á sig vægara brot sem telst ekki hegningarlagabrot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Timberlake þarf að greiða sekt og gegna 25 klukkustunda samfélagsþjónustu. Strax eftir að málinu var lokið afgreiddi Timberlake síðasta skilyrði sáttarinnar: að vara almenning við því að aka undir áhrifum áfengis fyrir utan dómshúsið. „Jafnvel þótt þú hafir bara fengið þér einn drykk, ekki setjast undir stýri. Þetta eru mistök sem ég gerði en ég vona að þau sem eru að horfa og hlusta núna geti lært af þeim. Ég veit að ég hef gert það,“ sagði Timberlake fullur iðrunar. Bílar Áfengi og tóbak Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19. júní 2024 07:20 Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Söngvarinn var handtekinn í The Hamptons, heldrimannahverfi í New York-ríki, í júní. Þá hafði hann hunsað stöðvunarskyldu og ekið rykkjótt. Í ákæru á hendur honum kom fram að af honum hefði lagt stæka áfengislykt og augu hans hefðu verið blóðhlaupin og stjörf. Timberlake neitaði að anda í áfengismæli og stóð sig illa á prófi sem er ætlað að meta ökuhæfni. Hann sagði lögreglumönnum að hann hefði fengið sér eitt glas af brenndu víni. Til þess að komast hjá alvarlegri eftirmálum gerði Timberlake sátt við saksóknara um að hann játaði á sig vægara brot sem telst ekki hegningarlagabrot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Timberlake þarf að greiða sekt og gegna 25 klukkustunda samfélagsþjónustu. Strax eftir að málinu var lokið afgreiddi Timberlake síðasta skilyrði sáttarinnar: að vara almenning við því að aka undir áhrifum áfengis fyrir utan dómshúsið. „Jafnvel þótt þú hafir bara fengið þér einn drykk, ekki setjast undir stýri. Þetta eru mistök sem ég gerði en ég vona að þau sem eru að horfa og hlusta núna geti lært af þeim. Ég veit að ég hef gert það,“ sagði Timberlake fullur iðrunar.
Bílar Áfengi og tóbak Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19. júní 2024 07:20 Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19. júní 2024 07:20
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51