Timberlake gengst við ölvunarakstri Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 21:04 Eftir einn ei aki neinn, jafnvel ekki Justin Timberlake. AP Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake viðurkenndi að hafa ekið bíl sínum þrátt fyrir að hann væri ekki í ástandi til þess fyrir dómi í New York í dag. Hann hvatti fólk til að þess að aka ekki ölvað. Söngvarinn var handtekinn í The Hamptons, heldrimannahverfi í New York-ríki, í júní. Þá hafði hann hunsað stöðvunarskyldu og ekið rykkjótt. Í ákæru á hendur honum kom fram að af honum hefði lagt stæka áfengislykt og augu hans hefðu verið blóðhlaupin og stjörf. Timberlake neitaði að anda í áfengismæli og stóð sig illa á prófi sem er ætlað að meta ökuhæfni. Hann sagði lögreglumönnum að hann hefði fengið sér eitt glas af brenndu víni. Til þess að komast hjá alvarlegri eftirmálum gerði Timberlake sátt við saksóknara um að hann játaði á sig vægara brot sem telst ekki hegningarlagabrot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Timberlake þarf að greiða sekt og gegna 25 klukkustunda samfélagsþjónustu. Strax eftir að málinu var lokið afgreiddi Timberlake síðasta skilyrði sáttarinnar: að vara almenning við því að aka undir áhrifum áfengis fyrir utan dómshúsið. „Jafnvel þótt þú hafir bara fengið þér einn drykk, ekki setjast undir stýri. Þetta eru mistök sem ég gerði en ég vona að þau sem eru að horfa og hlusta núna geti lært af þeim. Ég veit að ég hef gert það,“ sagði Timberlake fullur iðrunar. Bílar Áfengi og tóbak Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19. júní 2024 07:20 Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Söngvarinn var handtekinn í The Hamptons, heldrimannahverfi í New York-ríki, í júní. Þá hafði hann hunsað stöðvunarskyldu og ekið rykkjótt. Í ákæru á hendur honum kom fram að af honum hefði lagt stæka áfengislykt og augu hans hefðu verið blóðhlaupin og stjörf. Timberlake neitaði að anda í áfengismæli og stóð sig illa á prófi sem er ætlað að meta ökuhæfni. Hann sagði lögreglumönnum að hann hefði fengið sér eitt glas af brenndu víni. Til þess að komast hjá alvarlegri eftirmálum gerði Timberlake sátt við saksóknara um að hann játaði á sig vægara brot sem telst ekki hegningarlagabrot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Timberlake þarf að greiða sekt og gegna 25 klukkustunda samfélagsþjónustu. Strax eftir að málinu var lokið afgreiddi Timberlake síðasta skilyrði sáttarinnar: að vara almenning við því að aka undir áhrifum áfengis fyrir utan dómshúsið. „Jafnvel þótt þú hafir bara fengið þér einn drykk, ekki setjast undir stýri. Þetta eru mistök sem ég gerði en ég vona að þau sem eru að horfa og hlusta núna geti lært af þeim. Ég veit að ég hef gert það,“ sagði Timberlake fullur iðrunar.
Bílar Áfengi og tóbak Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19. júní 2024 07:20 Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19. júní 2024 07:20
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51