Símtal á lágpunkti úti í London breytti öllu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Pétur Ernir Svavarsson, píanóleikari, söngvari, leikari - og nú einnig læknanemi. Stöð 2 Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur er snúinn heim til Íslands eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um. Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2. Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Pétur hóf nám við læknisfræði í Háskóla Íslands nú í haust. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Ísafirði 2019 og stóð þá frammi fyrir tveimur valkostum: tónlistinni eða læknisfræði. Pétur tók sénsinn á tónlistinni; hann útskrifaðist með BA-gráðu í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands og fór svo í mastersnám í söngleikjaframkomu við Konunglega tónlistarskólann í London. Við settumst niður með Pétri í Íslandi í dag og ræddum vegferðina sem leiddi hann loks á skólabekk í Læknagarði. „Þetta var svona á þeim tímapunkti úti í London þar sem maður var kannski hvað lægst niðri og ég hringi á ákveðnum tímapunkti í góða vinkonu mína að vestan sem var með mér í tónlistarskólanum en er læknir núna,“ segir Pétur, inntur eftir því hvenær hann hafi ákveðið að láta reyna á læknisfræðina. „Og ég segi við hana, ég held að ég sé kominn í kulnun eða þunglyndi eða eitthvað. Og hún segir: Ég hélt að það væri augljóst? Og þá kviknaði á einhverri peru í hausnum á mér. [...] Ég hringi í mömmu mína, sem vill fá mig heim á Ísafjörð, finna hjálp og koma mér í góða, hreina loftið. Og mér fannst það góð hugmynd á þeim tímapunkti, ég vissi að það myndi gera mér gott. Og þá var í raun eina í stöðunni að finna mér nýtt markmið, snú aðeins við.“ Viðtalið við Pétur í Íslandi í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag er sýnt í opinni dagskrá að loknum fréttum og sporti mánudaga til fimmtudaga á Stöð 2.
Ísland í dag Tónlist Tónlistarnám Streita og kulnun Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira