Þær 25 aðgerðir sem fjármagna á vegna ofbeldis barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2024 13:54 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum og auka fjármagn til aðgerðanna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í gær. Alvarlegt ofbeldi sem hefur átt sér stað á síðustu misserum undirstrikar þörfina á samstilltu átaki til að bregðast við þróuninni af festu. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í júní og fjölgar nú úr 14 í 25. Þær snúa m.a. að eflingu meðferðarúrræða, samfélagslögreglu og vettvangsstarfs Flotans, auk eflingar þjónustu við börn í öllum sveitarfélögum á grundvelli farsældarlaga. Löggæsla verður sýnilegri og eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna aukin. Komið verður á fót skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins og úrræði til að vinna með öll ofbeldismál barna. Þá verður undirbúið samfélagsátak í virku samtali við börn og ungmenni, foreldra og aðila sem hafa aðkomu að málefnum barna. Aðgerðir er snúa að samfélagslögreglu, Flotanum, ungmennastarfi í Breiðholti, svæðisbundnu samráði um allt land og eflingu Saman-hópsins til eflingar foreldrastarfs hafa þegar farið af stað. Með aðgerðunum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Mikil samvinna hefur átt sér stað þvert á ráðuneyti og aðila sem starfa að málefnum barna við að kortleggja birtingarmyndir ofbeldis gagnvart og meðal barna og ungmenna. Aðgerðirnar byggja á þessari vinnu. Aðgerðahópur um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum hefur þegar tekið til starfa. Hópurinn mun forgangsraða aðgerðum og hrinda þeim í framkvæmd. Árangur af aðgerðum verður metinn reglulega og þær aðlagaðar eftir þörfum. Aðgerðirnar eru: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræði fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16–17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir – samfélagsátak Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir gegn ofbeldi og móta stefnu til framtíðar Koma á skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins Útbúa leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bregðast við vegna limlestinga á kynfærum barna Uppfæra og samræma verklag hjá öllum heilbrigðisstofnunum landsins í heilbrigðisþjónustu við börn sem eru þolendur ofbeldis Útbúa fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um rétt viðbrögð og verklag Skýra samskipti barnaverndar, lögreglu og heilbrigðisþjónustu um afdrif mála hjá barnavernd Samræma á landsvísu verklag við heilbrigðisþjónustu sem og réttarlæknisfræðilegar skoðanir og sýnatökur þegar grunur er um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi Móta framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við börn sem búa við ofbeldi Auka viðbragð og sýnilega löggæslu Auka stuðning við 1., 2. og 3. stigs þjónustu í öllum sveitarfélögum vegna farsældar Styðja við innleiðingu framkvæmdaáætlunarinnar í barnavernd 2023–2027 Auka eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira
Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í júní og fjölgar nú úr 14 í 25. Þær snúa m.a. að eflingu meðferðarúrræða, samfélagslögreglu og vettvangsstarfs Flotans, auk eflingar þjónustu við börn í öllum sveitarfélögum á grundvelli farsældarlaga. Löggæsla verður sýnilegri og eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna aukin. Komið verður á fót skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins og úrræði til að vinna með öll ofbeldismál barna. Þá verður undirbúið samfélagsátak í virku samtali við börn og ungmenni, foreldra og aðila sem hafa aðkomu að málefnum barna. Aðgerðir er snúa að samfélagslögreglu, Flotanum, ungmennastarfi í Breiðholti, svæðisbundnu samráði um allt land og eflingu Saman-hópsins til eflingar foreldrastarfs hafa þegar farið af stað. Með aðgerðunum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Mikil samvinna hefur átt sér stað þvert á ráðuneyti og aðila sem starfa að málefnum barna við að kortleggja birtingarmyndir ofbeldis gagnvart og meðal barna og ungmenna. Aðgerðirnar byggja á þessari vinnu. Aðgerðahópur um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum hefur þegar tekið til starfa. Hópurinn mun forgangsraða aðgerðum og hrinda þeim í framkvæmd. Árangur af aðgerðum verður metinn reglulega og þær aðlagaðar eftir þörfum. Aðgerðirnar eru: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræði fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16–17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir – samfélagsátak Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir gegn ofbeldi og móta stefnu til framtíðar Koma á skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins Útbúa leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bregðast við vegna limlestinga á kynfærum barna Uppfæra og samræma verklag hjá öllum heilbrigðisstofnunum landsins í heilbrigðisþjónustu við börn sem eru þolendur ofbeldis Útbúa fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um rétt viðbrögð og verklag Skýra samskipti barnaverndar, lögreglu og heilbrigðisþjónustu um afdrif mála hjá barnavernd Samræma á landsvísu verklag við heilbrigðisþjónustu sem og réttarlæknisfræðilegar skoðanir og sýnatökur þegar grunur er um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi Móta framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við börn sem búa við ofbeldi Auka viðbragð og sýnilega löggæslu Auka stuðning við 1., 2. og 3. stigs þjónustu í öllum sveitarfélögum vegna farsældar Styðja við innleiðingu framkvæmdaáætlunarinnar í barnavernd 2023–2027 Auka eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira