„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 23:16 Þau Sigmundur og Kristrún, sem hafa starfað saman í stjórnarandstöðunni síðustu þrjú ár, ræddu fjárlagafrumvarpið nýja. Hvorugt þeirra hrifið. stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“ Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“
Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira