Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. september 2024 22:00 Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi. Mynd úr safni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki á að Hótel Grímsborgir hafi brotið gegn lögum með uppsögn kokks en hann sakaði hótelið um að hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“ Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“
Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira