„Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb“ Jón Þór Stefánsson skrifar 9. september 2024 11:12 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Tæplega fimmtugur karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið karlmann að tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík um nótt í janúar lýsir sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður. Hann segist vera fórnarlamb í málinu. Brotaþoli hlaut lífshættulega áverka. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn, Örn Geirdal Steinólfsson, huldi höfuð sitt þegar hann mætti í dómssal. Hann á að baki feril fyrir ofbeldisbrot og hlaut síðast 22 mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2014. Þegar Örn gaf skýrslu fyrir dómi í morgun sagðist hann muna lítið eftir atburðunum sem málið varðar. Á göngu heim með vinkonu úr bænum Erni er gefið að sök að hafa stungið annan karlmann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Sá sem var stunginn hafði verið á ferð með vinkonu sinni. Þau hafa sagst hafa verið á göngu á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli. Hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati stefnt sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við Örn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Síðan hafi þau uppgötvað, eftir að hafa flúið á hlaupum, að hann hefði verið stunginn. Lífshættuleg atlaga Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist undir læknishendur. Örn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn um nóttina 20. janúar eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina. „Þetta var svo sem ósköp venjulegur dagur,“ sagði Örn fyrir dómi. Hann hafi verið heima um kvöldið, borðað kvöldmat með fjölskyldunni, og farið snemma að sofa. „Af einhverri ókunnugri ástæðu virðist ég hafa farið á fætur og farið í vinnuföt sem ég hafði verið í um daginn,“ sagði Örn og útskýrði að í vinnubuxunum hafi verið lítill svartur vasahnífur sem hann væri búinn að eiga í mörg ár. Skellti sér á bar Örn hafi síðan farið á bar, sem hann muni smá eftir, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig, hann ætti einhverjar óljósar minningar um það. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. „Þetta var óljós og hrikaleg upplifun eftir það, eitthvað sem venjulegir menn eiga ekki að venjast.“ Örn tók fram að hann hefði sagt lögreglu strax að ráðist hefði verið á hann. Áverkar til marks um vörn? Örn sagðist hafa verið með sár á milli þumalfingurs og vísifingurs á hægri hendi. Hann teldi áverkana til marks um að hann hefði verið að verjast árás. Þá sagði hann dagana í aðdraganda árásarinnar hafa verið erfiða. Hann hefði sofið lítið, unnið mikið, og verið í slæmu andlegu ástandi. Hann sagðist hafa farið til sálfræðings, en hann hefði verið með ranghugmyndir en ekki gert sér grein fyrir því sjálfur hversu slæmt ástandið væri. Örn tók þó fram að þær minningar sem hann hefði um kvöldið pössuðu við gögn málsins, og treysti þeim þess vegna. Hann teldi sig ekki hafa framið árásina og treysti því þar af leiðandi. „Að ég sé að fara í fangelsi, það er mér alveg óskiljanlegt,“ sagði hann. Auðvelt fórnarlamb Á hnífnum hans fannst erfðasýni úr Erni sjálfum og einum öðrum ótilgreindum einstaklingi. Þar sem að ekki er hægt að sýna fram á að erfðaefni úr manninum sem var stunginn séu á hnífnum þykir honum ólíklegt að hann hafi beitt honum. „Ég get ekki séð að þessi hnífur hafi verið notaður í eitt eða neitt þarna,“ sagði Örn og útskýrði að blað hnífsins væri breitt og því ætti að vera ljóst úr hverjum erfðaefni væri ef viðkomandi hefði verið stunginn með hnífnum. „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb. Þau voru tvö að skemmta sér og ég var einn á vergangi.“ Saga af ofbeldisbrotum Fanney Frostadóttir, saksóknari í málinu, spurði Örn hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Arnar, mótmælti spurningunni og hvatti skjólstæðing sinn til að svara henni ekki sem hann hlýddi. Örn hefur hlotið dóma fyrir ofbeldi, síðast fyrir tíu árum þegar hann hlaut 22 mánaða fangelsisdóm fyrir að sparka af miklu afli í höfuðið og andlit karlmanns á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Örn hefur verið metinn sakhæfur. Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Tengdar fréttir Hnífstungumaður talinn sakhæfur og fer fyrir dóm Aðalmeðferð í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps í Vesturbæ Reykjavíkur í vetur á að hefjast á mánudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Hann er talinn sakhæfur. 5. september 2024 21:12 Í lífshættu eftir tilefnislausa stunguárás Karlmaður á þrítugsaldri er mjög alvarlega særður eftir að hann var stunginn í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Tildrög árásarinnar eru óljós. 20. janúar 2024 10:42 Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur. 9. júlí 2024 08:35 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins sem fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn, Örn Geirdal Steinólfsson, huldi höfuð sitt þegar hann mætti í dómssal. Hann á að baki feril fyrir ofbeldisbrot og hlaut síðast 22 mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2014. Þegar Örn gaf skýrslu fyrir dómi í morgun sagðist hann muna lítið eftir atburðunum sem málið varðar. Á göngu heim með vinkonu úr bænum Erni er gefið að sök að hafa stungið annan karlmann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Sá sem var stunginn hafði verið á ferð með vinkonu sinni. Þau hafa sagst hafa verið á göngu á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli. Hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati stefnt sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við Örn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Síðan hafi þau uppgötvað, eftir að hafa flúið á hlaupum, að hann hefði verið stunginn. Lífshættuleg atlaga Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist undir læknishendur. Örn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn um nóttina 20. janúar eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina. „Þetta var svo sem ósköp venjulegur dagur,“ sagði Örn fyrir dómi. Hann hafi verið heima um kvöldið, borðað kvöldmat með fjölskyldunni, og farið snemma að sofa. „Af einhverri ókunnugri ástæðu virðist ég hafa farið á fætur og farið í vinnuföt sem ég hafði verið í um daginn,“ sagði Örn og útskýrði að í vinnubuxunum hafi verið lítill svartur vasahnífur sem hann væri búinn að eiga í mörg ár. Skellti sér á bar Örn hafi síðan farið á bar, sem hann muni smá eftir, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig, hann ætti einhverjar óljósar minningar um það. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. „Þetta var óljós og hrikaleg upplifun eftir það, eitthvað sem venjulegir menn eiga ekki að venjast.“ Örn tók fram að hann hefði sagt lögreglu strax að ráðist hefði verið á hann. Áverkar til marks um vörn? Örn sagðist hafa verið með sár á milli þumalfingurs og vísifingurs á hægri hendi. Hann teldi áverkana til marks um að hann hefði verið að verjast árás. Þá sagði hann dagana í aðdraganda árásarinnar hafa verið erfiða. Hann hefði sofið lítið, unnið mikið, og verið í slæmu andlegu ástandi. Hann sagðist hafa farið til sálfræðings, en hann hefði verið með ranghugmyndir en ekki gert sér grein fyrir því sjálfur hversu slæmt ástandið væri. Örn tók þó fram að þær minningar sem hann hefði um kvöldið pössuðu við gögn málsins, og treysti þeim þess vegna. Hann teldi sig ekki hafa framið árásina og treysti því þar af leiðandi. „Að ég sé að fara í fangelsi, það er mér alveg óskiljanlegt,“ sagði hann. Auðvelt fórnarlamb Á hnífnum hans fannst erfðasýni úr Erni sjálfum og einum öðrum ótilgreindum einstaklingi. Þar sem að ekki er hægt að sýna fram á að erfðaefni úr manninum sem var stunginn séu á hnífnum þykir honum ólíklegt að hann hafi beitt honum. „Ég get ekki séð að þessi hnífur hafi verið notaður í eitt eða neitt þarna,“ sagði Örn og útskýrði að blað hnífsins væri breitt og því ætti að vera ljóst úr hverjum erfðaefni væri ef viðkomandi hefði verið stunginn með hnífnum. „Fyrir mér virðist ég vera mjög auðvelt fórnarlamb. Þau voru tvö að skemmta sér og ég var einn á vergangi.“ Saga af ofbeldisbrotum Fanney Frostadóttir, saksóknari í málinu, spurði Örn hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Arnar, mótmælti spurningunni og hvatti skjólstæðing sinn til að svara henni ekki sem hann hlýddi. Örn hefur hlotið dóma fyrir ofbeldi, síðast fyrir tíu árum þegar hann hlaut 22 mánaða fangelsisdóm fyrir að sparka af miklu afli í höfuðið og andlit karlmanns á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Örn hefur verið metinn sakhæfur.
Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Tengdar fréttir Hnífstungumaður talinn sakhæfur og fer fyrir dóm Aðalmeðferð í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps í Vesturbæ Reykjavíkur í vetur á að hefjast á mánudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Hann er talinn sakhæfur. 5. september 2024 21:12 Í lífshættu eftir tilefnislausa stunguárás Karlmaður á þrítugsaldri er mjög alvarlega særður eftir að hann var stunginn í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Tildrög árásarinnar eru óljós. 20. janúar 2024 10:42 Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur. 9. júlí 2024 08:35 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Hnífstungumaður talinn sakhæfur og fer fyrir dóm Aðalmeðferð í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps í Vesturbæ Reykjavíkur í vetur á að hefjast á mánudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Hann er talinn sakhæfur. 5. september 2024 21:12
Í lífshættu eftir tilefnislausa stunguárás Karlmaður á þrítugsaldri er mjög alvarlega særður eftir að hann var stunginn í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Tildrög árásarinnar eru óljós. 20. janúar 2024 10:42
Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur. 9. júlí 2024 08:35
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?