Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 15:37 Brynjar Níelsson furðar sig á viðbrögðum fólks við „saklausri auglýsingu“ Play sem olli fjaðrafoki í vikunni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segir kynþokka og gleði vera eitur í beinum þeirra sem kenni sig við kvenfrelsi og jafnrétti og vísar þar í þau hörðu viðbrögð sem umdeild auglýsingaherferð Play vakti í vikunni. Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum. Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum.
Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50
Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32