14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2024 14:05 Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, sem veit um að minnsta kosti 14 pör í sveitarfélaginu, sem eiga von á barni á næstu vikum. Hún er að sjálfsögðu alsæl með fjölgun íbúa ísveitarfélaginu og alla þá uppbyggingu, sem á sér þar stað. Aðsend Sjaldan eða aldrei hefur verið ein mikil uppbygging á Flúðum eins og núna því um 70 íbúðir eru þar í byggingu. Samhliða er mikil fjölgun í sveitarfélaginu en þegar síðast var vitað eiga fjórtán pör á Flúðum og næsta nágrenni von á barni á næstu vikum. Flúðir tilheyra sveitarfélaginu Hrunamannahreppi en alls staðar í kringum þorpið eru myndarlegar sveitir þar sem bændur og búalið eru að gera góða hluti. Þegar ekið er um Flúðir má víða sjá að það er verið að byggja ný raðhús, parhús og einbýlishús. Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Ætli það sé ekki búið að úthluta núna lóðum fyrir 60 til 70 íbúðir og ekkert lát á og þessi hús er að rísa. Við vorum að malbika nýjustu götuna bara í gær og að öllum líkindum verða auglýstar lóðir við nýja götu í kringum áramót, þannig að við finnum fyrir miklum meðbyr og það er mjög ánægjulegt. Það er auðvitað líka ánægjulegt þegar fólk tekur eftir því og uppgötvar hversu gott það er að fara aðeins nær rótunum og vera úti á landi og uppgötva Ísland með öðrum hætti en fólk gerir kannski almennt,“ segir Aldís. Ný hús spretta upp á Flúðum eins og ekkert sé enda er allt að gerast þar þegar um uppbyggingu húsnæðis er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segir að allskonar fólk sé að byggja og flytja á Flúðir, það sé svo skemmtilegt. „Ég var til dæmis núna búin að vera að tala við ungar konur hér í morgun og það er að fjölga hér í árgöngum. Ætli það séu ekki allavega fjórtán börn heyrist mér, sem eru að fæðast hér í hreppnum bara á þessu ári, þannig að það er bæði það að Hrunamenn eru sjálfir að fjölga sér og síðan er að flytja hingað fólk bæði, sem er að minnka við sig húsnæði og fólk, sem getur unnið að heiman,“ segir sveitarstjórinn alsæl með fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Mikið er byggt á Flúðum þessi misserin og hafa iðnaðarmenn og eigendur húsanna nóg að gera við að koma þeim upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðir er vinsæll staður en í dag búa í Hrunamannahreppi alls um 960 íbúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Byggingariðnaður Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Sjá meira
Flúðir tilheyra sveitarfélaginu Hrunamannahreppi en alls staðar í kringum þorpið eru myndarlegar sveitir þar sem bændur og búalið eru að gera góða hluti. Þegar ekið er um Flúðir má víða sjá að það er verið að byggja ný raðhús, parhús og einbýlishús. Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Ætli það sé ekki búið að úthluta núna lóðum fyrir 60 til 70 íbúðir og ekkert lát á og þessi hús er að rísa. Við vorum að malbika nýjustu götuna bara í gær og að öllum líkindum verða auglýstar lóðir við nýja götu í kringum áramót, þannig að við finnum fyrir miklum meðbyr og það er mjög ánægjulegt. Það er auðvitað líka ánægjulegt þegar fólk tekur eftir því og uppgötvar hversu gott það er að fara aðeins nær rótunum og vera úti á landi og uppgötva Ísland með öðrum hætti en fólk gerir kannski almennt,“ segir Aldís. Ný hús spretta upp á Flúðum eins og ekkert sé enda er allt að gerast þar þegar um uppbyggingu húsnæðis er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segir að allskonar fólk sé að byggja og flytja á Flúðir, það sé svo skemmtilegt. „Ég var til dæmis núna búin að vera að tala við ungar konur hér í morgun og það er að fjölga hér í árgöngum. Ætli það séu ekki allavega fjórtán börn heyrist mér, sem eru að fæðast hér í hreppnum bara á þessu ári, þannig að það er bæði það að Hrunamenn eru sjálfir að fjölga sér og síðan er að flytja hingað fólk bæði, sem er að minnka við sig húsnæði og fólk, sem getur unnið að heiman,“ segir sveitarstjórinn alsæl með fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Mikið er byggt á Flúðum þessi misserin og hafa iðnaðarmenn og eigendur húsanna nóg að gera við að koma þeim upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðir er vinsæll staður en í dag búa í Hrunamannahreppi alls um 960 íbúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Byggingariðnaður Börn og uppeldi Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Sjá meira