14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2024 14:05 Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, sem veit um að minnsta kosti 14 pör í sveitarfélaginu, sem eiga von á barni á næstu vikum. Hún er að sjálfsögðu alsæl með fjölgun íbúa ísveitarfélaginu og alla þá uppbyggingu, sem á sér þar stað. Aðsend Sjaldan eða aldrei hefur verið ein mikil uppbygging á Flúðum eins og núna því um 70 íbúðir eru þar í byggingu. Samhliða er mikil fjölgun í sveitarfélaginu en þegar síðast var vitað eiga fjórtán pör á Flúðum og næsta nágrenni von á barni á næstu vikum. Flúðir tilheyra sveitarfélaginu Hrunamannahreppi en alls staðar í kringum þorpið eru myndarlegar sveitir þar sem bændur og búalið eru að gera góða hluti. Þegar ekið er um Flúðir má víða sjá að það er verið að byggja ný raðhús, parhús og einbýlishús. Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Ætli það sé ekki búið að úthluta núna lóðum fyrir 60 til 70 íbúðir og ekkert lát á og þessi hús er að rísa. Við vorum að malbika nýjustu götuna bara í gær og að öllum líkindum verða auglýstar lóðir við nýja götu í kringum áramót, þannig að við finnum fyrir miklum meðbyr og það er mjög ánægjulegt. Það er auðvitað líka ánægjulegt þegar fólk tekur eftir því og uppgötvar hversu gott það er að fara aðeins nær rótunum og vera úti á landi og uppgötva Ísland með öðrum hætti en fólk gerir kannski almennt,“ segir Aldís. Ný hús spretta upp á Flúðum eins og ekkert sé enda er allt að gerast þar þegar um uppbyggingu húsnæðis er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segir að allskonar fólk sé að byggja og flytja á Flúðir, það sé svo skemmtilegt. „Ég var til dæmis núna búin að vera að tala við ungar konur hér í morgun og það er að fjölga hér í árgöngum. Ætli það séu ekki allavega fjórtán börn heyrist mér, sem eru að fæðast hér í hreppnum bara á þessu ári, þannig að það er bæði það að Hrunamenn eru sjálfir að fjölga sér og síðan er að flytja hingað fólk bæði, sem er að minnka við sig húsnæði og fólk, sem getur unnið að heiman,“ segir sveitarstjórinn alsæl með fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Mikið er byggt á Flúðum þessi misserin og hafa iðnaðarmenn og eigendur húsanna nóg að gera við að koma þeim upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðir er vinsæll staður en í dag búa í Hrunamannahreppi alls um 960 íbúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Byggingariðnaður Börn og uppeldi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Flúðir tilheyra sveitarfélaginu Hrunamannahreppi en alls staðar í kringum þorpið eru myndarlegar sveitir þar sem bændur og búalið eru að gera góða hluti. Þegar ekið er um Flúðir má víða sjá að það er verið að byggja ný raðhús, parhús og einbýlishús. Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Ætli það sé ekki búið að úthluta núna lóðum fyrir 60 til 70 íbúðir og ekkert lát á og þessi hús er að rísa. Við vorum að malbika nýjustu götuna bara í gær og að öllum líkindum verða auglýstar lóðir við nýja götu í kringum áramót, þannig að við finnum fyrir miklum meðbyr og það er mjög ánægjulegt. Það er auðvitað líka ánægjulegt þegar fólk tekur eftir því og uppgötvar hversu gott það er að fara aðeins nær rótunum og vera úti á landi og uppgötva Ísland með öðrum hætti en fólk gerir kannski almennt,“ segir Aldís. Ný hús spretta upp á Flúðum eins og ekkert sé enda er allt að gerast þar þegar um uppbyggingu húsnæðis er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segir að allskonar fólk sé að byggja og flytja á Flúðir, það sé svo skemmtilegt. „Ég var til dæmis núna búin að vera að tala við ungar konur hér í morgun og það er að fjölga hér í árgöngum. Ætli það séu ekki allavega fjórtán börn heyrist mér, sem eru að fæðast hér í hreppnum bara á þessu ári, þannig að það er bæði það að Hrunamenn eru sjálfir að fjölga sér og síðan er að flytja hingað fólk bæði, sem er að minnka við sig húsnæði og fólk, sem getur unnið að heiman,“ segir sveitarstjórinn alsæl með fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Mikið er byggt á Flúðum þessi misserin og hafa iðnaðarmenn og eigendur húsanna nóg að gera við að koma þeim upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðir er vinsæll staður en í dag búa í Hrunamannahreppi alls um 960 íbúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Byggingariðnaður Börn og uppeldi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira