Zirkzee með mark í frumraun og Þjóðverjar magnaðir Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 20:44 Jamal Musiala fagnar marki gegn Ungverjum í kvöld en hann átti stóran þátt í risasigri Þjóðverja. Getty/Bernd Thissen Þjóðverjar hófu nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á stórsigri, 5-0, gegn Ungverjalandi í kvöld á meðan að Holland vann Bosníu 4-2 í sama riðli, í A-deildinni. Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13
Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann