Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 12:04 Nemo frá Sviss fagnar sigri á Eurovision í ár. Mun færri horfðu nú en í fyrra. vísir/AP Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar. Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar.
Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira