Áhorf á úrslit Eurovision hríðféll Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 12:04 Nemo frá Sviss fagnar sigri á Eurovision í ár. Mun færri horfðu nú en í fyrra. vísir/AP Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm. Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar. Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Meðaláhorf á úrslitakvöld Eurovision á laugardag var um þrjátíu og níu prósent samkvæmt bráðabirgðaáhorfstölum, eða aðeins meira en á undanúrslitin þegar það var þrjátíu og fimm prósent. Þetta er mikill munur á milli ára en í fyrra var meðaláhorf á úrslitin um sextíu prósent. Sé horft til meðaltals síðustu þriggja ára minnkaði áhorfið um þrjátíu og fjögur prósent. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur og gagnrýnandi, telur keppnina hafa verið hápólitíska og bendir á að ísraelsk fyrirtæki séu á meðal helstu styrktaraðila. „Það er einhvern veginn viðsjárvert andrúmsloft yfir keppninni. Er verið að kaupa sig inn í keppnina, hvað er eignlega í gangi?“ spyr Arnar og vísar meðal annars í brottvísun hins hollenska Joos Klein. Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, telur skipuleggjendur eiga að sjá til þess að ekki sé tilefni til þess að mótmæla.Vísir/Sigurjón „Keppandi er rekinn úr keppni og skýringar á því hvers vegna það gerðist halda ekki sérstaklega vel. Við sem viljum heyra músík og njóta söngvakeppni, að það sé verið að nýta þetta í menningarlegan hvítþvott af landi sem stendur í ömurlegum þjóðernishreinsunum, auðvitað virkar það ekkert. Og að banna þessi flögg og leyfa hin. Þetta er bara algjört bull,“ segir Arnar og vísar í að ekki hafi verið leyfilegt að bera til dæmis palestínska fánann. Íslenskir áhorfendur gáfu Ísrelum átta stig í símakosningunni en framlagið fékk ekkert stig frá dómnefndinni. Arnar telur enga pólitík þar að baki og segir dómara einangra lögin og rýna þau sem tónlist. Fleira kunni að spila inn í hjá áhorfendum. Biturt bragð í munni Arnar segir skipuleggjendur Eurovision þurfa að ráðast í aðgerðir til að aðskilja keppnina frá pólitík og tryggja gagnsæi um fjármögnun hennar. „Það er biturt bragð í munni ansi margra og manni finnst eins og það sé búið að eyðileggja ákveðinn hlut sem á einmitt að vera ópólitískur og snúast um tónlist,“ segir Arnar.
Eurovision Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira