Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:36 Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir í kosningasjónvarpi hjá Ríkisútvarpinu. Vísir/ANton Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri sem Katrín skilaði til Ríkisendurskoðunar í vikunni. Framlög til kosningabaráttunnar námu 57,6 milljónum króna og komu að langstærstum hluta frá einstaklingum. Þeir styrktu framboðið samanlagt um 41,5 milljón króna. „Algengasta framlag einstaklinga var 10.000 krónur og að meðaltali styrkti fólk framboðið um 38.000 krónur,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Átta einstaklingar styrktu Katrínu um 400 þúsund. Ármann Jakobsson, Baldvin Björn Haraldsson, Guðrún Elfa Tryggvadóttir, Aldís Aðalbjarnardóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Björn R. Ragnarsson og Eiður Baldvin Ragnarsson. Framlög fyrirtækja til framboðsins námu ríflega 8,5 milljónum. Meðal fyrirtækja sem styrktu Katrínu voru endurskoðunarskrifan Hér og Nú, veitingastaðurinn Við fjöruborðið, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnafæði Norðlenska og eignarhaldsfélag Elínar Hirst. Framlög fyrirtækja til framboðs Katrínar. Katrín lagði sjálf til þrjár milljónir króna í framboðið og þá seldi framboðið varning fyrir tæplega 4,5 milljónir króna. Framboðið skilaði á endanum 276 þúsund króna hagnaði sem Katrín ætlar að láta renna til góðgerðarmála á næstunni. „Ég er ótrúlega þakklát þeim sem studdu við framboðið - með vinnu, fjárframlögum og ótæmandi stuðningi og jákvæðum straumum. Það er ótrúlega mikils virði að finna slíkan stuðning og skynja þá miklu breidd sem er í stuðningsmannahópnum. Þannig að nú þegar þessu er öllu lokið með formlegum hætti er mér þakklæti efst í huga og stolt yfir góðri og málefnalegri baráttu. Enn og aftur óska ég nýjum forseta velgengni í mikilvægum störfum og við ykkur segi ég TAKK!“ segir Katrín á Facebook. Hún hafnaði í öðru sæti með 25 prósent atkvæða en Halla Tómasdóttir hlaut 34 prósent. Uppgjör Katrínar.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07