Fylla upp í sprungur í von um að hægt verði að opna Grindavík aftur Bjarki Sigurðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 5. september 2024 20:20 Jón Gunnar Margeirsson, verktaki í Grindavík, er vongóður um að hægt verði að opna bæinn aftur á næstu vikum. Vísir/Arnar Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur í bæinn. Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira