Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 16:09 Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að á meðfylgjandi mynd af Cameron Yaste, fyrrverandi skipstjóra tundurspillisins John McCain, snýr sjónaukinn á byssunni öfugt. Myndin var mikið aðhlátursefni. AP/Stars and Stripes Skipstjóri tundurspillisins John McCain var nýverið rekinn af yfirmönnum sínum í sjóher Bandaríkjanna. Það var gert fjórum mánuðum eftir að mynd af honum sem þótti vandræðaleg var birt á samfélagsmiðlum sjóhersins. Á umræddri mynd má sjá skipstjórann, sem heitir Cameron Yaste, skjóta úr byssu við æfingar og stóð við myndina að bandarískir sjóliðar væru sífellt reiðubúnir til að þjóna Bandaríkjunum og verja þau. Myndin vakti strax athygli, þar sem sjónaukinn á byssu Yaste sneri öfugt. Hann hefur í besta falli séð mjög illa út um hann. Myndin ku hafa orðið mikið aðhlátursefni vestanhafs og gerðu landgönguliðar meðal annarra grín að henni. Myndinni fljótlega eytt Mynd af landgönguliða skjóta úr byssu þar sem sjónaukinn sneri rétt var fljótt birt á samfélagsmiðlum landgönguliðsins. Clear Sight Picture#Marines assigned to the @15thMEUOfficial conduct a live-fire deck shoot aboard the @usnavy amphibious assault ship USS Boxer, April 6.The 15th MEU is currently embarked aboard the Boxer Amphibious Ready Group conducting routine operations.#BlueGreenTeam pic.twitter.com/NJqe4mLdmh— U.S. Marines (@USMC) April 10, 2024 Myndinni af Yaste var svo eytt í kjölfarið en þetta var fyrir fjórum mánuðum. Forsvarsmenn sjóhersins hafa ekki sagt af hverju Yaste var rekinn nú. Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að Cameron Yaste hafi verið rekinn vegna þess að yfirmenn hans hafi misst trú á því að hann hafi geti til að stýra herskipinu. Komið illa fram Stars and Stripes segir þessa ástæðu hafa verið gefna í öðrum tilfellum þar sem skipstjórar hafi verið reknir frá sjóhernum en raunverulegar ástæður hafi verið mismunandi. Í einhverjum tilfellum hafi viðkomandi komið illa fram við áhöfn sína, sýnt óviðeigandi hegðun utan starfs eða hreinlega staðið sig illa í starfi. John McCain er nú statt í Mið-Austurlöndum í flota sem hefur það verkefni að verja flugmóðurskipið Theodore Roosevelt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. John McCain er tundurspillir af gerðinni Arleigh Burke en þau herskip eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og flugvélar. Áhöfn skipsins hefur tekið þátt í því að verja fraktskip gegn árásum Húta í Jemen. Bandaríkin Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Á umræddri mynd má sjá skipstjórann, sem heitir Cameron Yaste, skjóta úr byssu við æfingar og stóð við myndina að bandarískir sjóliðar væru sífellt reiðubúnir til að þjóna Bandaríkjunum og verja þau. Myndin vakti strax athygli, þar sem sjónaukinn á byssu Yaste sneri öfugt. Hann hefur í besta falli séð mjög illa út um hann. Myndin ku hafa orðið mikið aðhlátursefni vestanhafs og gerðu landgönguliðar meðal annarra grín að henni. Myndinni fljótlega eytt Mynd af landgönguliða skjóta úr byssu þar sem sjónaukinn sneri rétt var fljótt birt á samfélagsmiðlum landgönguliðsins. Clear Sight Picture#Marines assigned to the @15thMEUOfficial conduct a live-fire deck shoot aboard the @usnavy amphibious assault ship USS Boxer, April 6.The 15th MEU is currently embarked aboard the Boxer Amphibious Ready Group conducting routine operations.#BlueGreenTeam pic.twitter.com/NJqe4mLdmh— U.S. Marines (@USMC) April 10, 2024 Myndinni af Yaste var svo eytt í kjölfarið en þetta var fyrir fjórum mánuðum. Forsvarsmenn sjóhersins hafa ekki sagt af hverju Yaste var rekinn nú. Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að Cameron Yaste hafi verið rekinn vegna þess að yfirmenn hans hafi misst trú á því að hann hafi geti til að stýra herskipinu. Komið illa fram Stars and Stripes segir þessa ástæðu hafa verið gefna í öðrum tilfellum þar sem skipstjórar hafi verið reknir frá sjóhernum en raunverulegar ástæður hafi verið mismunandi. Í einhverjum tilfellum hafi viðkomandi komið illa fram við áhöfn sína, sýnt óviðeigandi hegðun utan starfs eða hreinlega staðið sig illa í starfi. John McCain er nú statt í Mið-Austurlöndum í flota sem hefur það verkefni að verja flugmóðurskipið Theodore Roosevelt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. John McCain er tundurspillir af gerðinni Arleigh Burke en þau herskip eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og flugvélar. Áhöfn skipsins hefur tekið þátt í því að verja fraktskip gegn árásum Húta í Jemen.
Bandaríkin Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira