Þingmenn allra flokka missa þingsæti sín Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 20:01 Sextíu og þrír kjörnir fulltrúar eiga sæti á Alþingi. Þegar þing kemur saman í næstu viku bíða þingmanna nýir stólar sem leysa af stóla sem komu í þingsalinn árið 1987. Stöð 2/Sigurjón Þingmenn allra flokka sem kosnir voru til Alþingis árið 2021 hafa í einni svipan misst þingsæti sitt, nú þegar aðeins tæp vika er þar til þing kemur saman á ný. Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann. Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann.
Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira