Þingmenn allra flokka missa þingsæti sín Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 20:01 Sextíu og þrír kjörnir fulltrúar eiga sæti á Alþingi. Þegar þing kemur saman í næstu viku bíða þingmanna nýir stólar sem leysa af stóla sem komu í þingsalinn árið 1987. Stöð 2/Sigurjón Þingmenn allra flokka sem kosnir voru til Alþingis árið 2021 hafa í einni svipan misst þingsæti sitt, nú þegar aðeins tæp vika er þar til þing kemur saman á ný. Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann. Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann.
Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira