„Við vorum eiginlega bara í þrætum við formann nefndarinnar“ Árni Sæberg skrifar 4. september 2024 14:36 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins eru afar óánægð með breytingar á húsaleigulöggjöf. Þau kalla eftir nýrri löggjöf. Vísir/Sigurjón Formenn Samtaka leigjenda og húseigenda vísa ummælum fjármálaráðherra um að fullnægjandi samráð hafi verið haft við alla hagaðila á leigumarkaði, við gerð frumvarps um húsaleigulög, alfarið á bug. Formaður Samtaka leigjenda segist hafa fengið boð á einn hálftímalangan fund sem fór allur í þrætur við formann nefndarinnar. Mikið hefur verið fjallað um nýlegar breytingar á húsaleigulögum, sem unnar voru í innviðaráðuneytinu á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra réð ríkjum þar á bæ. Svo virðist sem hvorki leigjendur né leigusalar séu ánægðir með breytingar og enn síður aðdragandann að þeim. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. Ekkert samráð, eða hvað? Þau Hildur og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður leigjenda, segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þessu vísaði Sigurður Ingi alfarið á bug í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði að vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Þessi vinna hefur staðið í mjög langan tíma. Ætli það hafi ekki verið þrír hópar sem komu að þessu. Það var mikið samráð og samtal milli hópanna sem meðal annars allri aðilar vinnumarkaðarins áttu aðild að. Ég held að breytingar á löggjöfinni séu góð skref til að styrkja réttarstöðu leigjenda á markaði.“ Formaðurinn eiginmaður þingmanns Framsóknarflokks „Það var ekkert samráð haft við Leigjendasamtökin annað en þessi hálftíma fundur sem við áttum við hluta nefndarinnar. Þar sem við vorum eiginlega bara í einhverjum þrætum við formann nefndarinnar sem var lögfræðingur, giftur Framsóknarþingkonu,“ segir Guðmundur Hrafn í samtali við fréttastofu í tilefni af ummælum Sigurðar Inga. Formaður starfshóps þáverandi innviðaráðherra um endurskoðun húsaleigulaga, sem Sigurður Ingi skipaði í júní árið 2022, var Andri Björgvin Arnþórsson, lögmaður og eiginmaður Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks. „Það var eiginlega bara þrástag milli mín og hans um það hvort ég væri með andúð á eignafólki og svona. Þetta var mjög undarlegur fundur.“ Staðhæfingar Sigurðar Inga rangar Í yfirlýsingu Húseigendafélagsins í tilefni af fréttaflutningi um nýlegar breytingar á húsaleigulögum segir að félagið vilji koma því á framfæri að staðhæfingar þáverandi innviðaráðherra séu rangar. Í starfshópi til gerðar frumvarpsins hafi einungis verið fulltrúar frá hlutaðeigandi ráðuneytum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, ásamt sameiginlegum fulltrúa frá BSRB, BHM og Kennarasambandi Íslands. Húseigendafélagið lýsir vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið pláss fyrir hagaðila í nefndum starfshópi, sem sérstaklega tengdust hinum almenna leigumarkaði. Boðið á einn fund en lítið hlustað Hagaðilum hafi að vísu verið boðið á einn fund starfshóps í því skyni að koma athugasemdum sínum á framfæri við frumvarpsdrögin. Ekki sé að sjá að mikið tillit hafi verið tekið til alvarlegra athugasemda sem Húseigendafélagið gerði við þau drög. Það sama eigi við þegar Húseigendafélagið var boðað á fund velferðarnefndar við meðferð málsins á Alþingi. „Úr varð að samþykktar voru breytingar á lögum sem mikil óánægja er með af öllum þeim sem tengjast hinum almenna leigumarkaði nánum böndum, bæði leigjendum og leigusölum. Breytingarnar munu að mati Húseigendafélagsins hafa það í för með sér að framboð á leigueignum mun dragast saman og leiguverð mun þrýstast upp. Ef af verður er ljóst að slíkar breytingar munu ekki fela í sér betri réttarstöðu og öryggi fyrir leigjendur en leiddi af þágildandi ákvæðum húsaleigulaga, heldur þvert á móti.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um nýlegar breytingar á húsaleigulögum, sem unnar voru í innviðaráðuneytinu á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra réð ríkjum þar á bæ. Svo virðist sem hvorki leigjendur né leigusalar séu ánægðir með breytingar og enn síður aðdragandann að þeim. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. Ekkert samráð, eða hvað? Þau Hildur og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður leigjenda, segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þessu vísaði Sigurður Ingi alfarið á bug í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði að vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Þessi vinna hefur staðið í mjög langan tíma. Ætli það hafi ekki verið þrír hópar sem komu að þessu. Það var mikið samráð og samtal milli hópanna sem meðal annars allri aðilar vinnumarkaðarins áttu aðild að. Ég held að breytingar á löggjöfinni séu góð skref til að styrkja réttarstöðu leigjenda á markaði.“ Formaðurinn eiginmaður þingmanns Framsóknarflokks „Það var ekkert samráð haft við Leigjendasamtökin annað en þessi hálftíma fundur sem við áttum við hluta nefndarinnar. Þar sem við vorum eiginlega bara í einhverjum þrætum við formann nefndarinnar sem var lögfræðingur, giftur Framsóknarþingkonu,“ segir Guðmundur Hrafn í samtali við fréttastofu í tilefni af ummælum Sigurðar Inga. Formaður starfshóps þáverandi innviðaráðherra um endurskoðun húsaleigulaga, sem Sigurður Ingi skipaði í júní árið 2022, var Andri Björgvin Arnþórsson, lögmaður og eiginmaður Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks. „Það var eiginlega bara þrástag milli mín og hans um það hvort ég væri með andúð á eignafólki og svona. Þetta var mjög undarlegur fundur.“ Staðhæfingar Sigurðar Inga rangar Í yfirlýsingu Húseigendafélagsins í tilefni af fréttaflutningi um nýlegar breytingar á húsaleigulögum segir að félagið vilji koma því á framfæri að staðhæfingar þáverandi innviðaráðherra séu rangar. Í starfshópi til gerðar frumvarpsins hafi einungis verið fulltrúar frá hlutaðeigandi ráðuneytum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, ásamt sameiginlegum fulltrúa frá BSRB, BHM og Kennarasambandi Íslands. Húseigendafélagið lýsir vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið pláss fyrir hagaðila í nefndum starfshópi, sem sérstaklega tengdust hinum almenna leigumarkaði. Boðið á einn fund en lítið hlustað Hagaðilum hafi að vísu verið boðið á einn fund starfshóps í því skyni að koma athugasemdum sínum á framfæri við frumvarpsdrögin. Ekki sé að sjá að mikið tillit hafi verið tekið til alvarlegra athugasemda sem Húseigendafélagið gerði við þau drög. Það sama eigi við þegar Húseigendafélagið var boðað á fund velferðarnefndar við meðferð málsins á Alþingi. „Úr varð að samþykktar voru breytingar á lögum sem mikil óánægja er með af öllum þeim sem tengjast hinum almenna leigumarkaði nánum böndum, bæði leigjendum og leigusölum. Breytingarnar munu að mati Húseigendafélagsins hafa það í för með sér að framboð á leigueignum mun dragast saman og leiguverð mun þrýstast upp. Ef af verður er ljóst að slíkar breytingar munu ekki fela í sér betri réttarstöðu og öryggi fyrir leigjendur en leiddi af þágildandi ákvæðum húsaleigulaga, heldur þvert á móti.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira