Efasemdir annarra hvöttu Söru Björk áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 07:03 Sara Björk Gunnarsdóttir kom til baka og spilaði í úrslitakeppni EM innan við ári eftir fæðingu. Síðan samdi hún við ítalska félagið Juventus. Getty/Juventus FC Sara Björk Gunnarsdóttir er í sviðsljósinu í nýju átaki Alþjóðlegu leikmannasamtakanna þar sem markmiðið er að auðvelda knattspyrnukonum að komast aftur inn á fótboltavöllinn eftir barnsburð. Margar knattspyrnukonur hafa því miður þurft að velja á milli þess að spila fótbolta á hæsta stigi eða verða mætur. Þetta er sem betur fer að breytast hratt og mörg félög eru farin að styðja mun betur við fótboltamæður. Sara Börk á líka mikinn þátt í betri stöðu knattspyrnukvenna til að verða mæður á miðjum fótboltaferlinum því hún sótti rétt sinn þegar hún var leikmaður franska félagsins Olympique Lyon. Sara vann málið og þótt að framtíð hennar hjá Lyon hafi orðið að engu þá fékk hún samning hjá ítalska stórliðinu Juventus. Juventus sýndi mikið frá Söru þegar hún var að koma til baka eftir að hafa eignast son sinn. Nýr bæklingur FIFPRO leikmannasamtakanna heitir „Postpartum - Return to Play Guide“ eða „Eftir barnsburð - leiðbeiningar til að snúa aftur inn á völlinn“. Þar er vitnað í Söru Björk, leikjahæstu landsliðskonu Íslands, fyrr og síðar. @FIFPRO „Fólk efast um það að leikmenn geti orðið ófrískir og komið síðan til baka á sama getustig. Það var mikil hvatning fyrir mig,“ sagði Sara. „Ég vil líka að sonur minni sjái það að ég var atvinnukona og var á sama tíma að hugsa um hann,“ sagði Sara. Sara eignaðist Ragnar í nóvember 2021 og spilaði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Englandi sumarið á eftir. Hún spilaði með Juventus frá 2022 til 2024 en gekk á dögunum frá samningi við lið Al Qadsiah frá Sádi Arabíu. @fifpro Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Margar knattspyrnukonur hafa því miður þurft að velja á milli þess að spila fótbolta á hæsta stigi eða verða mætur. Þetta er sem betur fer að breytast hratt og mörg félög eru farin að styðja mun betur við fótboltamæður. Sara Börk á líka mikinn þátt í betri stöðu knattspyrnukvenna til að verða mæður á miðjum fótboltaferlinum því hún sótti rétt sinn þegar hún var leikmaður franska félagsins Olympique Lyon. Sara vann málið og þótt að framtíð hennar hjá Lyon hafi orðið að engu þá fékk hún samning hjá ítalska stórliðinu Juventus. Juventus sýndi mikið frá Söru þegar hún var að koma til baka eftir að hafa eignast son sinn. Nýr bæklingur FIFPRO leikmannasamtakanna heitir „Postpartum - Return to Play Guide“ eða „Eftir barnsburð - leiðbeiningar til að snúa aftur inn á völlinn“. Þar er vitnað í Söru Björk, leikjahæstu landsliðskonu Íslands, fyrr og síðar. @FIFPRO „Fólk efast um það að leikmenn geti orðið ófrískir og komið síðan til baka á sama getustig. Það var mikil hvatning fyrir mig,“ sagði Sara. „Ég vil líka að sonur minni sjái það að ég var atvinnukona og var á sama tíma að hugsa um hann,“ sagði Sara. Sara eignaðist Ragnar í nóvember 2021 og spilaði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Englandi sumarið á eftir. Hún spilaði með Juventus frá 2022 til 2024 en gekk á dögunum frá samningi við lið Al Qadsiah frá Sádi Arabíu. @fifpro
Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira