Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2024 14:06 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur mikla trú á að samfélagslögregla geti gert gæfumuninn í átaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal barna og ungmenna. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“ Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira