Rúnar: Þetta er bara skelfilegt Árni Jóhannsson skrifar 1. september 2024 21:48 Það er ýmislegt sem Rúnar þarf að hugsa um næstu daga. vísir/Diego Fram gerði sér enga greiða í dag þegar liðið tapaði fyrir HK í Kórnum 1-0 í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Þar með er ljóst að Fram verður í neðri hlutanum og sagði þjálfari liðsins, Rúnar Kristinsson, að liðið þurfi að gera sér ljóst að þeir eru í botnbaráttu það sem eftir er tímabilsins. „Þetta er búið að vera saga okkar í undaförnum leikjum. Við erum að koma okkur í fínar stöður, náum að stoppa HK í sínum aðgerðum og varnarleikurinn okkar var fínn en ein fyrirgjöf og mark gerir það að verkum að við töpum leiknum. Við erum sjálfum okkur verstir“, sagði Rúnar þegar hann var spurður út í allar þær góðu stöður sem liðið kom sér í en fór illa með. Rúnar fór ekki í grafgötur með skoðun sína á þeirri staðreynd að þeir verði í neðri helmingnum þegar deildinni verður skipt upp. „Það er skelfilegt. Við erum búnir að vera svo nálægt því og fá svo marga sénsa á að koma okkur upp í topp sex. Sigur í dag hefði komið okkur í úrslitaleik um að komast í efri hlutann í síðustu umferðinni. Úr því að við töpuðum þá er það bara afgreitt. Við erum komnir í botnbaráttuna og við erum bara komnir í fallslag. Við þurfum að reisa okkur við og koma okkur á lappir. Það er búið að ganga illa hjá okkur undanfarið.“ „Í dag get ég samt ekki verið ósáttur við að vera með boltann 60% af tímanum, 20 og eitthvað skot og fullt af flottum sóknum. Liðið er búið að taka að mínu mati gott skref í sumar og gera góða hluti en svo geta menn hlegið að því að við höfum tapað fjórum leikjum í röð og við fáum ekkert fyrir það. Við erum allavega komnir með grunn sem við getum byggt ofan á í framtíðinni. Við þurfum að rísa upp aftur, nýta landsleikjahléið til að koma mönnum inn í liðið aftur sem við höfum saknað. Við þurfum að líta í eigin barm, bæta okkar leik og gera okkur grein fyrir botnbaráttunni sem við erum komnir í.“ Þarf þá að breyta einhverju hjá liðinu í ljósi stöðunnar? „Nei, alls engu. Við þurfum bara að framkvæma hlutina örlítið betur og nýta færin okkar betur. Mér fannst við vera mjög flottir varnarlega, gefum engin færi á okkur. Ég man ekki til þess að HK hafi fengið færi. Ef liðið spilar þannig þá eru töluvert góðar líkur á því að þú vinnir leikinn en svo þegar þú færð mark úr fyrirgjöf sem er varla færi þá getur þú tapað fótboltaleikjum.“ „Þetta er stundum erfiður geiri og getur farið í hausinn á þér eins og á móti KA þar sem mínir drengir gerðu allt rétt og mjög margt gott. Aftur í dag gerðum við mjög margt gott en svo fáum við ekkert fyrir það og þá verðum við að bíta í það súra.“ Í svona leikjum eins og leikurinn var í dag þá hlýtur það líka að vera rándýrt að mistnota víti eins og Fred gerði í lok fyrri hálfleiks? „Já auðvitað er það rándýrt. Við treystum Fred fullkomlega fyrir því að taka vítin. Það er ekki öruggt að þú skorir þó þú fáir vítaspyrnu og markmaðurinn þeirra gerði bara mjög vel. Það er alltaf gott að fá þær en það gekk ekki í dag og úr varð spennuþrunginn leikur. Við reyndum að henda miklu fram en það opnaði ekki leikinn en við ætluðum að reyna að koma okkur í úrslitaleik um topp 6 en fáum á okkur mark sem þar sem góð fyrirgjöf fer í gegnum allan pakkann og lítið við því að gera.“ Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Kórnum í kvöld. Með sigrinum lyftir HK sér úr fallsæti. 1. september 2024 21:11 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
„Þetta er búið að vera saga okkar í undaförnum leikjum. Við erum að koma okkur í fínar stöður, náum að stoppa HK í sínum aðgerðum og varnarleikurinn okkar var fínn en ein fyrirgjöf og mark gerir það að verkum að við töpum leiknum. Við erum sjálfum okkur verstir“, sagði Rúnar þegar hann var spurður út í allar þær góðu stöður sem liðið kom sér í en fór illa með. Rúnar fór ekki í grafgötur með skoðun sína á þeirri staðreynd að þeir verði í neðri helmingnum þegar deildinni verður skipt upp. „Það er skelfilegt. Við erum búnir að vera svo nálægt því og fá svo marga sénsa á að koma okkur upp í topp sex. Sigur í dag hefði komið okkur í úrslitaleik um að komast í efri hlutann í síðustu umferðinni. Úr því að við töpuðum þá er það bara afgreitt. Við erum komnir í botnbaráttuna og við erum bara komnir í fallslag. Við þurfum að reisa okkur við og koma okkur á lappir. Það er búið að ganga illa hjá okkur undanfarið.“ „Í dag get ég samt ekki verið ósáttur við að vera með boltann 60% af tímanum, 20 og eitthvað skot og fullt af flottum sóknum. Liðið er búið að taka að mínu mati gott skref í sumar og gera góða hluti en svo geta menn hlegið að því að við höfum tapað fjórum leikjum í röð og við fáum ekkert fyrir það. Við erum allavega komnir með grunn sem við getum byggt ofan á í framtíðinni. Við þurfum að rísa upp aftur, nýta landsleikjahléið til að koma mönnum inn í liðið aftur sem við höfum saknað. Við þurfum að líta í eigin barm, bæta okkar leik og gera okkur grein fyrir botnbaráttunni sem við erum komnir í.“ Þarf þá að breyta einhverju hjá liðinu í ljósi stöðunnar? „Nei, alls engu. Við þurfum bara að framkvæma hlutina örlítið betur og nýta færin okkar betur. Mér fannst við vera mjög flottir varnarlega, gefum engin færi á okkur. Ég man ekki til þess að HK hafi fengið færi. Ef liðið spilar þannig þá eru töluvert góðar líkur á því að þú vinnir leikinn en svo þegar þú færð mark úr fyrirgjöf sem er varla færi þá getur þú tapað fótboltaleikjum.“ „Þetta er stundum erfiður geiri og getur farið í hausinn á þér eins og á móti KA þar sem mínir drengir gerðu allt rétt og mjög margt gott. Aftur í dag gerðum við mjög margt gott en svo fáum við ekkert fyrir það og þá verðum við að bíta í það súra.“ Í svona leikjum eins og leikurinn var í dag þá hlýtur það líka að vera rándýrt að mistnota víti eins og Fred gerði í lok fyrri hálfleiks? „Já auðvitað er það rándýrt. Við treystum Fred fullkomlega fyrir því að taka vítin. Það er ekki öruggt að þú skorir þó þú fáir vítaspyrnu og markmaðurinn þeirra gerði bara mjög vel. Það er alltaf gott að fá þær en það gekk ekki í dag og úr varð spennuþrunginn leikur. Við reyndum að henda miklu fram en það opnaði ekki leikinn en við ætluðum að reyna að koma okkur í úrslitaleik um topp 6 en fáum á okkur mark sem þar sem góð fyrirgjöf fer í gegnum allan pakkann og lítið við því að gera.“
Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Kórnum í kvöld. Með sigrinum lyftir HK sér úr fallsæti. 1. september 2024 21:11 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
Leik lokið: HK - Fram 1-0 | HK úr fallsæti eftir sigurmark í lokin HK vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Kórnum í kvöld. Með sigrinum lyftir HK sér úr fallsæti. 1. september 2024 21:11